Kjáni til Eyja

Kjáninn verður stoppaður upp og sýndur á safni Sæheima
Kjáninn verður stoppaður upp og sýndur á safni Sæheima Ljósmynd/Einar Gíslason

Skip­verj­ar á Þór­unni Sveins­dótt­ur VE fengu ný­lega óvenju­leg­an fisk í trollið er þeir voru að veiðum suðvest­ur af Surts­ey. Fram kem­ur á vef Sæheima í Vest­manna­eyj­um að um­rædd­ur furðufisk­ur hafi reynst vera kjáni af kjána­ætt.

Þar kem­ur fram að fisk­ar þess­ar­ar ætt­ar eru botn­fisk­ar og lifa sum­ir allt niður á 2.000 metra dýpi. Kján­inn er eina teg­und þess­ar­ar ætt­ar sem hef­ur veiðst á Íslands­miðum og hafa nokkr­ir slík­ir veiðst á Íslands­miðum. Þeir fisk­ar sem hafa veiðst hér við land hafa verið á 220 til 1050 metra dýpi, en kján­inn sem þeir á Þór­unni veiddu var á um 600 metra dýpi, seg­ir á vef Sæheima.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina