Lýtalæknirinn Þórdís Kjartansdóttir er uppfull af fróðleik þegar lýtalækningar eru annars vegar. Vikulega berast Smartlandi Mörtu Maríu hundruð spurninga um lýtalækningar og hér svarar Þórdís einni vel valinni:
Ég er 32 ára og er komin með svona húðsepa í kringum augun. Hvernig er best að losna við þá?
Sæl og takk fyrir spurninguna,
þetta er meinlaust en vissulega hvimleitt. Það er einfalt að fjarlægja þetta með staðdeyfingu. Lýtalæknar framkvæma svona aðgerðir.
Gangi þér vel og bestu kveðjur,
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Viltu vita eitthvað um lýtalækningar? HÉR getur þú sent Þórdísi póst.