„Endurlífgunarplöntur“ boða nýja von

Farrant vill nýta eiginleika endurlífgunarplantna til að efla nytjaplöntur.
Farrant vill nýta eiginleika endurlífgunarplantna til að efla nytjaplöntur. AFP

Á sama tíma og þjóðir heims kepp­ast við að aðlag­ast lofts­lags­breyt­ing­um, fer suður-afr­ísk­ur vís­indamaður fyr­ir alþjóðlegri rann­sókn þar sem mark­miðið er að þróa nytja­plönt­ur sem líkja eft­ir eig­in­leik­um svo­kallaðra „end­ur­lífg­un­ar­plantna“.

Jill Farr­ant er pró­fess­or í sam­einda- og frumu­líf­fræði við há­skól­ann í Höfðaborg. Hún von­ast til þess að með því að greina erfðamengi plantna sem þola vel þurrka, sé hægt að finna lausn­ir fyr­ir bænd­ur sem búa við sí­heit­ari og þurr­ari skil­yrði.

Vís­inda­menn hafa fundið yfir 130 af­brigði af end­ur­lífg­un­ar­plönt­um en þær eru ein­stak­ar að því marki að þær þola að vera án vatns svo árum skipt­ir. Þegar þurrk­ar standa yfir virka plönt­urn­ar eins og fræ, og þorna upp þannig að þær virðast dauðar.

Þegar rign­ir á ný taka þær hins veg­ar við sér og grænka og blómstra á fáum klukku­tím­um.

„Ég vil þjóna þeim bænd­um sem hafa lífsviður­væri sitt af upp­sker­unni, þeim sem vilja rækta næg­an mat til að kom­ast af,“ sagði Farr­ant í sam­tali við AFP. Hún seg­ir að dregið hafi úr mörg­um bænd­um, þar sem þurrk­ar hafa leikið þá illa.

Ein þekkt­asta end­ur­lífg­un­ar­plant­an er myrot­hamn­us flabelli­folius, sem fram­leiðir andoxun­ar­efni til að vernda sig í þurrkatíð. Plant­an hef­ur m.a. verið notuð í snyrti­vöru­línu Gi­orgio Armani.

Kaffibaunaræktendur í Kólumbíu hafa farið illa út úr þurrkum.
Kaffi­baun­a­r­ækt­end­ur í Kól­umb­íu hafa farið illa út úr þurrk­um. AFP

Ástríða frá unga aldri

Farr­ant er bónda­dótt­ir og varð hug­fang­in af end­ur­lífg­un­ar­plönt­um aðeins níu ára göm­ul. „Ég skrifaði í dag­bók­ina mína um plöntu sem dó og vaknaði aft­ur til lífs­ins þegar það rigndi,“ seg­ir hún.

Áhugi henn­ar vaknaði á ný árið 1994 og síðan þá er hún orðin sér­fræðing­ur á sínu sviði.

Um­hverf­is­vernd­arsinn­ar ótt­ast að hlýn­un jarðar muni umbreyta síf­leiri svæðum Afr­íku í eyðimörk. Þá muni vatns­skort­ur og fólks­fjölg­un mögu­lega leiða til versn­andi hung­urnsneyðar.

Sam­kvæmt Sam­einuðu þjóðunum gætu lofts­lags­breyt­ing­ar dregið úr maís­upp­skeru í Suður-Afr­íku um allt að 30%. Þrýst­ing­ur á ríki heims um að draga úr los­un gróður­húsalof­teg­unda til að halda hlýn­un við 2 gráður eykst dag frá degi.

Vís­inda­menn segja hins veg­ar allt eins mik­il­vægt að aðlag­ast breytt­um aðstæðum. Rækt­un og allt sem henni viðkem­ur verði að vera hægt að aðlaga drama­tísk­um veðrabreyt­ing­um.

„Land­búnaður ætti að vera þátt­ur í lausn okk­ar... lofts­lags­breyt­inga­vand­inn er svo um­fangs­mik­ill að allt verður að vera á borðinu,“ seg­ir Ratt­an Lal, pró­fess­or í jarðvegs­fræðum við Ohio State Uni­versity.

Ef Farr­ant tekst ætl­un­ar­verk sitt mun hún feta í fót­spor þeirra vís­inda­manna sem hef­ur tek­ist að bjarga plönt­um frá út­rým­ingu með því að nýta plönt­ur með sér­staka eig­in­leika. Á 8. ára­tug síðustu ald­ar var banda­rísk­um maís til að mynda bjargað með því að efla plönt­una með erfðaefni úr öðrum maís­teg­und­um.

Hún segir að ef fjármagn fæst til verksins ætti afraksturinn …
Hún seg­ir að ef fjár­magn fæst til verks­ins ætti afrakst­ur­inn að líta dags­ins ljós eft­ir 10 til 15 ár. AFP

Aðlög­un til að lifa af

Farr­ant hef­ur ný­lega snúið rann­sókn­um sín­um að hvingresi, gras­teg­und í Eþíóp­íu, en fræ plönt­un­ar hafa verið uppistaða í fæðu heima­manna í marg­ar ald­ir. Hún von­ast til þess að gera plönt­una harðger­ari með því að virkja erfðaefni sem hún upp­götvaði við rann­sókn­ir sín­ar á end­ur­lífg­un­ar­plönt­um.

„Marmið mitt er ávallt að búa til nytja­plönt­ur sem hafa aukið þol gegn þurrk,“ seg­ir hún. Að því gefnu að hún fái fjár­magn til verk­efn­is­ins, sér hún fram á að vera kom­in með full­búna vöru eft­ir 10-15 ár.

Sér­fræðing­ar hafa varað við því að þurrk-þoln­ar plönt­ur séu ekki lausn við lofts­lags­breyt­ing­um og ekki einu sinni á fæðuskorti.

„Fæðuör­yggi er ekki aðeins háð lofts­lagi, það velt­ur á mörkuðum og viðskipt­um, verði og aðgengi heim­ila að mat,“ seg­ir Jim Ver­d­in, sér­fræðing­ur í þurrk­um hjá banda­rísku veður­stof­unni.

Farr­ant tel­ur starf sitt hins veg­ar skref í rétta átt; ef henni tak­ist að beisla mátt end­ur­lífg­un­ar­plantna muni það auka lík­ur á því að bænd­ur kom­ist af.

„Ef það rign­ir ekki þá skipt­ir það ekki máli, í það minnsta deyja plönt­urn­ar ekki,“ seg­ir hún. „Og um leið og það rign­ir, þá eru þær til­bún­ar.“

mbl.is