Ekki tekið ákvörðun um áfrýjun

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli mannanna fimm sem sýknaðir voru fyrir hópnauðgun gagnvart 16 ára stúlku í Breiðholti verði áfrýjað.

Í svari frá embætti ríkissaksóknara við fyrirspurn mbl.is um málið segir að ákvörðun um hvort dómi verði áfrýjað eða hvort ákæruvaldið uni dómi muni ekki liggja fyrir fyrr en undir lok áfrýjunarfrests. Áfrýjunarfrestur er fjórar vikur frá uppkvaðningu.

mbl.is