Kolefnisgjald ekki á dagskránni í París

Mengunarmökkur yfir Los Angeles í Kaliforníu.
Mengunarmökkur yfir Los Angeles í Kaliforníu. AFP

Sér­fræðing­ar í lofts­lags­mál­um eru sam­mála um nauðsyn alþjóðlegs kol­efn­is­gjalds til að stuðla að sam­drætti í los­un gróður­húsalof­teg­unda og auk­inni fjár­fest­ingu í hrein­um orku­gjöf­um, en þrátt fyr­ir það verður málið ekki á dag­skrá lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna í Par­ís.

Þjóðarleiðtog­ar, iðnjöfr­ar, Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn og Alþjóðabank­inn eru meðal þeirra sem höfðu vonað að hug­mynd­in fengi hljóm­grunn á ráðstefn­unni.

Kol­efn­is­gjaldið hef­ur verið út­fært á ýmsa vegu víða um heim og nýt­ur stuðnings merkra aðila en í viðtali við franska tíma­ritið L'Express sagði Franco­is Hollande Frakk­lands­for­seti að það yrði ekki til umræðu á ráðstefn­unni í des­em­ber.

Til­gang­ur kol­efn­is­gjalds­ins er að búa til hvata fyr­ir fyr­ir­tæki til að draga úr los­un gróður­húsalof­teg­unda og færa áhersl­ur yfir á þróun og fjár­fest­ingu í græn­um lausn­um.

Frederic Dinguir­ard hjá The Shift Proj­ect er meðal þeirra sem hef­ur kallað eft­ir kol­efn­is­gjaldi til að hvetja til lang­tíma­fjár­fest­inga, sem hann seg­ir for­sendu um­skipta yfir í sam­fé­lag sem reiðir sig í litl­um mæli á kol­efni.

The Global Comm­issi­on on the Economy and Clima­te, sjálf­stætt verk­efni und­ir for­ystu Felipe Calderon, fyrr­ver­andi for­seta Mexí­kó, og hag­fræðings­ins Nicholas Stern, mæl­ir með því rík­is­stjórn­ir taki upp af­drátt­ar­laust, fyr­ir­sjá­an­legt og hækk­andi kol­efn­is­gjald.

Ráðið seg­ir kol­efn­is­gjaldið skil­virka aðferð til að ná lofts­lags­mark­miðum, með því að stýra neyslu og fjár­fest­ingu í átt að kol­efn­isminni val­kost­um. Þá seg­ir það lækk­un olíu­verðs kjörið tæki­færi til að taka kol­efn­is­gjaldið á dag­skrá.

Tutt­ugu alþjóðleg fyr­ir­tækja­sam­tök, þeirra á meðal Bus­iness Europe, sendu Christ­ina Figu­eres, fram­kvæmda­stjóra lofts­lags­mála hjá SÞ, ný­lega er­indi þar sem þau ít­rekuðu mik­il­vægi þess að sam­komu­lag næðist á fund­in­um í Par­ís um kol­efn­ismarkað.

„Þróun kol­efn­ismarkaðar mun hvetja til fjár­fest­inga í nýrri tækni, fram­leiðslu­tækj­um og vör­um, sem verða fram­leidd­ar við hag­stæðustu skil­yrði fyr­ir um­hverfið fyr­ir minnst­an efna­hags­leg­an kostnað,“ sagði í er­indi Bus­iness Europe, sem hvatti til þess að skapaður yrði alþjóðleg­ur grund­völl­ur í þessu sam­hengi til að tryggja sann­gjarn­an sam­an­b­urð.

Starfsmaður setur límmiða með merki loftslagsráðstefnunnar á rafmagnsbifreiðina Nissan Leaf.
Starfsmaður set­ur límmiða með merki lofts­lags­ráðstefn­unn­ar á raf­magns­bif­reiðina Nis­s­an Leaf. AFP

Alþjóðleg sam­vinna nauðsyn­leg

Líkt og fyrr seg­ir hef­ur hins veg­ar verið ákveðið að taka málið ekki á dag­skrá í Par­ís. Brice Lalonde, fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráðherra Frakk­lands og sér­stak­ur ráðgjafi Sam­einuðu þjóðanna, seg­ir það miður.

„Þetta varp­ar ljósi á hinar abstrakt hliðar samn­ingaviðræðanna og ver­öld diplómat­anna, sam­an­borið við ver­öld efna­hags­legs raun­veru­leika,“ seg­ir hann.

Í sam­tal­inu við L'Express sagðist Hollande von­ast til þess að leiðtog­arn­ir myndu koma inn á gagn­semi kol­efn­is­gjalds­ins í loka­yf­ir­lýs­ingu sinni.

Það þykir Lalonde ólík­legt, þar sem olíu- og kola­veld­in séu því mót­fall­in.

Fram til þessa hafa um 40 ríki og 23 borg­ir tekið upp kol­efn­is­gjald eða sett á dag­skrá. Um­rædd ríki standa fyr­ir 12% af los­un gróður­húsalof­teg­unda í heim­in­um sam­kvæmt Alþjóðabank­an­um.

„Mál­in eru að þró­ast, en ekki nægi­lega hratt til að hafa raun­veru­leg áhrif á efna­hags­mód­el,“ seg­ir Pascal Can­fin hjá World Resouces Institu­te.

Ríki Evr­ópu komu á lagg­irn­ar kol­efn­ismarkaði fyr­ir um ára­tug en und­anþágur og lágt verð hafa dregið úr hvat­an­um til fjár­fest­inga í kol­efna­frí­um lausn­um.

„Kol­efn­is­verðið er mál­efni þar sem alþjóðleg sam­vinna leiðir af sér auk­inn skriðþunga meðal ein­stakra þjóða. Niður­stöður Par­ís­ar­fund­ar­ins hvað þetta varðar mun því verða eitt þeirra lyk­il­atriða sem við horf­um til þegar við met­um ár­ang­ur ráðstefn­unn­ar,“ seg­ir Can­fin.

Lalonde seg­ir að kol­efn­is­gjaldið verði að vera nógu hátt til að hvetja fyr­ir­tæki frá því að velja kol­efna­frek­ar lausn­ir og þá sé nauðsyn­legt að taka fyr­ir íviln­an­ir í kol­efnaðnaði.

Það má fara margar og ólíkar leiðir að sameiginlegum markmiðum.
Það má fara marg­ar og ólík­ar leiðir að sam­eig­in­leg­um mark­miðum. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina