Gætu náð markinu hraðar

Rafbílar eru á meðal valkosta við bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti …
Rafbílar eru á meðal valkosta við bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti og losa gróðurhúsalofttegundir. mbl.is/Tryggvi Þormóðsson

Ekk­ert op­in­bert fé hef­ur verið lagt í að byggja upp innviði um­hverf­i­s­vænna bíla frá því að stjórn­völd mörkuðu þá stefnu að hlut­fall end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í sam­göng­um verði 10% árið 2020. Verk­efna­stjóri Grænu ork­unn­ar sem mót­ar meðal ann­ars aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um seg­ir hægt að ná mark­inu hraðar.

Rík­is­stjórn­in kynnti sókn­aráætl­un sína í lofts­lags­mál­um í gær en þar er áfram lagt upp með mark­mið sem sett var árið 2011 um 10% hlut end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í sam­göng­um árið 2020. Frá þeim tíma hef­ur þró­un­in verið hæg og stend­ur þetta hlut­fall nú í 2,5%. Ástæðan er meðal ann­ars sú að engu op­in­beru fé hef­ur verið veitt í að byggja upp innviði vist­vænna bíla fram að þessu.

Græna ork­an, sam­starfs­vett­vang­ur um orku­skipti sem all­ar helstu stofn­an­ir, ráðuneyti og fyr­ir­tæki sem hafa áhuga eða hags­muna að gæta varðandi notk­un á vist­vænu eldsneyti eiga aðild að, tek­ur þátt í að móta aðgerðaáætl­un sem lögð verður fyr­ir þingið í vor.

Jón Björn Skúla­son er verk­efna­stjóri Grænu ork­unn­ar. Hann vill ekki taka und­ir að lítið hafi verið gert frá því að mark­miðið var sett fram þó að vissu­lega hafi mátt gera meira. Íviln­an­ir fyr­ir um­hverf­i­s­væna bíla hafa til dæm­is skilað því að út­lit er fyr­ir að raf­bíl­ar verði 2% af nýj­um bíl­um sem seld­ir hafa verið hér á landi á þessu ári. Hlut­fall end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa hafi því farið úr því sem næst núlli í 2,5% nú.

Móti lang­tíma­stefnu um íviln­an­ir

Það þýðir þó að hlut­fall end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa þarf að þre­fald­ast á næstu fimm árum ef mark­miðið á að nást. Sókn­aráætl­un­in sem var lögð fram í dag ger­ir meðal ann­ars ráð fyr­ir átaki í því að efla innviði raf­bíla. Jón Björn seg­ir að op­in­ber stuðning­ur verði að koma til við þá upp­bygg­ingu og ljóst sé að íviln­an­ir fyr­ir vist­væna bíla þurfi að gilda ein­hver ár í viðbót á meðan þeir eru enn dýr­ari en hefðbundn­ir bíl­ar. 

Hann bend­ir á að inn­flytj­end­ur vist­vænna bíla búi við mikla óvissu þar sem ákv­arðanir um íviln­an­ir hafi verið tekn­ar frá ári til árs. Þannig hef­ur til dæm­is enn ekki verið lýst yfir hvort að raf­bíl­ar verði áfram virðis­auka­skatts- og inn­flutn­ings­gjalda­frjáls­ir á næsta ári. Verð slíkra bíla hækki um 1,5 millj­ón­ir króna ef íviln­an­irn­ar falla niður.

„Þeir sem flytja inn þessa bíla og vinna í þess­um geira hafa aldrei vitað fyrr en kort­eri í gaml­árs­dag hvort íviln­an­ir gilda fyr­ir næsta ár á eft­ir. Þetta er eitt af því sem verður lögð mik­il áhersla á í næstu aðgerðaáætl­un, að það verði mótuð lang­tíma­stefna hvernig þetta eigi að vera svo menn viti að minnsta kosti í hvaða um­hverfi þeir eru,“ seg­ir Jón Björn.

Auðvelt að gera meira

Ekki ligg­ur fyr­ir hversu mikl­um sam­drætti í los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um væri hægt að ná með að ná mark­miðinu um 10% hlut­fall end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í sam­göng­um, að sögn Jóns Björns.

Spurður að því hvort að það lýsi ekki metnaðarleysi af hálfu stjórn­valda að halda sig við fjög­urra ára gam­alt mark­mið í los­un frá sam­göng­um orðar Jón Björn það sem svo að auðvelt væri að gera meira. Þar nefn­ir hann sér­stak­lega innviðina.

„Það er mjög dýrt að byggja innviði. Það eru eng­ar tekj­ur af innviðunum til að byrja með því þú þarft að skaffa þá alla áður en bíl­arn­ir koma. Það hef­ur ekk­ert op­in­bert fé komið í upp­bygg­ingu innviða. Þess vegna ger­ist það nátt­úru­lega afar hægt að byggja upp innviði,“ seg­ir hann.

Þar seg­ir hann að hið op­in­bera gæti farið á und­an og byggt hleðslu­stöðvar fyr­ir raf­bíla við vinnustaði eins og Land­spít­al­ann eða aðrar stofn­an­ir. Ríkið geti einnig lagt meiri áherslu á vist­væna bíla í inn­kaupa­stefnu sinni en fram að þessu hafi það ekki gert mikið af því.

Orka nátt­úr­unn­ar hef­ur tekið skref í að setja upp hraðhleðslu­stöðvar fyr­ir raf­bíla. Erfitt sé hins veg­ar að rétt­læta slíka fjár­fest­ingu ef hið op­in­bera kem­ur ekki á móti með fram­lag og menn hiki við það þegar þeir vita ekki hver stefn­an um íviln­an­ir á að vera.

Þá sé nær engu fé varið í rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efni í end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um í sam­göng­um á Íslandi. Þar væri veru­legt hægt að bæta í, sér­stak­lega þegar kem­ur að skip­um.

„Ég vil alls ekki segja að ríkið sé ekki að gera eitt­hvað. Þetta er tals­vert sem það er að leggja til með þess­um íviln­un­um. Helst vild­um við auðvitað hafa metnaðarfyllri mark­mið af því að það er al­veg hægt að gera þetta hraðar. En það er líka bara markaður­inn sjálf­ur. Þú sann­fær­ir ekk­ert fólk um að skipta um bíl eða tækni einn, tveir og þrír,“ seg­ir Jón Björn.

Fyrri frétt­ir mbl.is:

Kynna sókn­aráætl­un í lofts­lags­mál­um

Eng­in ný mark­mið í sam­göng­um

Stefna Íslands afar óljós

Metanstöð á bensínstöði í Reykjavík.
Met­an­stöð á bens­ín­stöði í Reykja­vík. mbl.i/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina