Hvarf í Svíþjóð en fannst í Frakklandi

Mynd af ketti úr safni
Mynd af ketti úr safni Af vef Wikipedia.

Sænsk­ur katta­eig­andi klór­ar sér í hausn­um og reyn­ir að átta sig á æv­in­týra­legu ferðalagi katt­ar í hans eigu. Kött­ur­inn hvarf fyr­ir átta vik­um síðan í Bromölla í S-Svíþjóð en fannst í Suður-Frakklandi, 1700 km í burtu frá heim­ili sínu.

Sam­my Karls­son, eig­andi katt­ar­ins Glitter, sem er níu ára gam­all, hélt að hann myndi aldrei hitta kött sinn aft­ur eft­ir að hann strauk að heim­an en mjög var fjallað um ferðalag Glitters í sænsk­um fjöl­miðlum í gær.

Í viðtali við sænska rík­is­sjón­varið sagði Karls­son að Glitter hafi oft strokið að heim­an en yf­ir­leitt skilað sér aft­ur inn­an viku. En í þetta skiptið hafi hann álitið að kisi kæmi ekki heim aft­ur.

Það var síðan á föstu­dag­inn sem hringt var í hann frá Ni­mes í Suður-Frakklandi og Karls­son spurður um hvort hann þekkti Glitter því örflaga sem grædd er í eyra katt­ar­ins gaf til kynna hver hann væri.

„Ég hélt að þetta væri grín. En þau sendu mynd­ir og þetta er hann. Hann er með fjólu­bláa ól.“ Hvernig Glitter endaði í Suður-Frakklandi er óleyst gáta en Karls­son seg­ir að fransk­ir ferðamenn leggi leið sína til Bromölla á hverju sumri og vænt­an­lega hafi Glitter smyglað sér til Frakk­lands með ein­hverj­um þeirra.

Karls­son von­ast til þess að Glitter verði kom­inn heim fyr­ir jól en fyrst þurfi hann að fá franskt vega­bréf og bólu­setn­ingu við hundaæði.

Frétt SVT

mbl.is