Sakar Færeyinga um rýtingsstungu

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Styrmir Kári

„Fram­koma þess­ara vinaþjóða í okk­ar garð er orðin óþolandi í viðræðum um skipt­ingu á deili­stofn­un. Mest sárn­ar manni að Fær­ey­ing­ar skuli viðhafa slíka fram­komu gagn­vart okk­ur að ekki er hægt að líkja því við annað en rýt­ings­stungu í bakið.“

Þetta seg­ir Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, á Face­book-síðu sinni í dag í ljósi þess að ekki hafa náðst samn­ing­ar um skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans á næsta ári nema á milli Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs og Fær­eyja. Fær­ey­ing­ar voru lengi vel í sam­floti með Íslend­ing­um í mak­ríl­deil­unni við Evr­ópu­sam­bandið og Norðmenn en sömdu síðan á síðasta ári um mak­ríl­inn án aðkomu Íslands.

Jón bend­ir á að framund­an séu tví­hliða viðræður við Fær­ey­inga meðal ann­ars um afla­heim­ild­ir í ís­lenskri lög­sögu. „Ég sé ekki annað út­spil en að segja upp sam­komu­lagi við Fær­ey­inga og Norðmenn vegna afla­heim­ilda hér við land og hefja tví­hliða viðræður við Græn­lend­inga m.a. vegna mar­kríls­ins.“ Bend­ir hann enn­frem­ur á að viðskipta­bannið á Rússa lendi harðar á Íslandi en á Evr­ópu­sam­band­inu, Nor­egi eða Fær­ey­um.

„Í ljósi þess að ekk­ert til­lit er tekið til þess­ara miklu hags­muna í viðræðum m.a. við ESB hljót­um við að þurfa að opna á end­ur­skoðun í af­stöðu okk­ar í því máli. Vissu­lega er um mik­il­vægt prinsipp­mál að ræða, en það má öll­um vera ljóst að ekk­ert ríki ESB myndi sætta sig við að þurfa að færa slík­ar fórn­ir án þess að "vinaþjóðir" þess gæfu því gaum og tækju til þess til­lit á öðrum vett­vangi.“

mbl.is