Mygla í byggingum er útbreiddur og lævís heilsuspillir

Sylgja vill fara í meiri forvarnir því fólk leiti til …
Sylgja vill fara í meiri forvarnir því fólk leiti til hennar of seint, jafnvel þegar það er orðið veikt en mygla sést yfirleitt illa með berum augum. Hér má sjá hús þar sem raki hefur komist inn og mygla sest að.

„Við erum með nokkuð mörg dæmi um að fólk á í erfiðleikum með að sinna sínu starfi, vegna veikinda, í rakaskemmdu húsnæði.“

Þetta segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, fagstjóri Húss og heilsu, fagsviðs hjá verkfræðistofunni Eflu. Hún hefur varið síðastliðnum áratug í að upplýsa og fræða um myglu í húsum sem leynist víðar en margur heldur og getur valdið ýmsum heilsukvillum.

Starf Sylgju Daggar miðar einna helst að forvörnum og fræðslu um mygluna, en oft verður hennar ekki vart fyrr en íbúar eða starfsfólk í viðkomandi byggingu er orðið veikt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: