Fundi frestað með litlum fyrirvara

Fundi í fjárlaganefnd, sem boðaður hafði verið klukkan 19:00 í kvöld og vera átti opinn fjölmiðlum, var frestað með skömmum fyrirvara og verður hann þess í stað klukkan 13:00 á morgun samkvæmt upplýsingum frá nefndasviði Alþingis.

Fundinum hafði áður verið flýtt um hálftíma en upphafleg tímasetning var 19:30. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir frestunina vera tæknilegs eðlils en gögn hafi vantað frá fjármálaráðuneytinu.

Gestir fundarins verða fulltrúar Landsambands eldri borgara, Öryrkjabandalagsins ásamt fulltrúum velferðarráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins.  

mbl.is