„0.3% hækkunin sem á að gilda afturvirkt, þetta gefur mér alveg svakalegan pening: 200 krónur eftir skatta,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, öryrki, sem mótmælti við Alþingi í morgun en hann sagðist vera mættur til að þakka formanni fjárlaganefndar Alþingis sérstaklega fyrir þessa hækkun.
Öryrkjar mættu í morgun til að krefjast þess að lífeyrisþegar fái afturvirka hækkun og að hækkunin verði að lágmarki í samræmi við krónutöluhækkun lægstu launa í maí síðastliðnum. Þeir munu verða við Alþingishúsið daglega í næstu viku, í um klukkutíma í senn.
Viðbrögð við því að breytingartillaga minnihluta fjárlaganefndar á fjárlögum um að aldraðir og öryrkjar fengju afturvirkar kjarbætar var felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi í vikunni hafa verið sterk og talsmenn hópanna segja það svíða á meðan ráðherrar alþingismenn hafi samþykkt afturvirkar kjarabætur fyrir sig frá marsmánuði.
Sjá frétt mbl.is: Brotabrot af hækkun á vinnumarkaði