Umsögn yfirstjórnar á eftir áætlun

Seðalabanki íslands
Seðalabanki íslands mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Grein­ar­gerð yf­ir­stjórn­ar Seðlabanka Íslands um bréf umboðsmanns Alþing­is sem varðar m.a. gjald­eyr­is­eft­ir­lit, und­anþágu­beiðnir og gjald­eyr­is­rann­sókn­ir ligg­ur fyr­ir í drög­um og unnið er að end­an­legri út­gáfu.

Bankaráð óskaði eft­ir um­sögn yf­ir­stjórn­ar um bréfið í lok októ­ber og átti hún að liggja fyr­ir eigi síðar en 10. des­em­ber. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Seðlabanka Íslands lágu drög­in fyr­ir á þess­um tíma en end­an­leg út­gáfa er ekki til­bú­in. Ekki er því hægt að veita frek­ari upp­lýs­ing­ar um grein­ar­gerðina að svo stöddu.

Frétt mbl.is: Vill um­sögn yf­ir­stjórn­ar bank­ans

Í yf­ir­lýs­ingu sem bank­inn sendi frá sér í lok októ­ber kom fram að bankaráðið telji „að bréfið gefi ráðinu til­efni til að láta gera óháða út­tekt, með hliðsjón af gild­andi lög­um og regl­um á hverj­um tíma, á stjórn­sýslu Seðlabank­ans við fram­kvæmd gjald­eyr­is­eft­ir­lits, und­anþágu­beiðna og gjald­eyr­is­rann­sókna.“

Til­gang­ur út­tekt­ar­inn­ar verði meðal ann­ars að skoða hvort ástæða sé til „að skýra æski­legt verksvið og laga­heim­ild­ir bank­ans á þess­um sviðum og sett­ar fram til­lög­ur til úr­bóta eft­ir því sem þörf kref­ur.“

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmunds­son, seðlabanka­stjóri. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is