Lögreglumaður skaut mann til bana á slysadeild sjúkrahúss í Los Angeles, en hann er sagður hafa tekið upp stól og sveiflað honum, og teygt sig eftir skotvopni annars lögreglumanns.
Maðurinn var fluttur á Harbor-UCLA sjúkrahúsið í Torrance eftir að hann „réðist grimmilega“ að tveimur lögreglumönnum sem voru kallaðir út þegar tilkynnt var að maður væri að kasta flöskum að íbúðarhúsnæði og rífast við nágranna sína.
Að sögn yfirlögreglustjórans Phil Tingirides kýldi hann og sparkaði í lögreglumennina tvo, sem varð til þess að fleiri lögreglumenn voru kallaðir á vettvang.
Maðurinn var fluttur á sjúkrahús með minniháttar áverka og handjárnaður við sjúkrarúm, en þegar handjárnin voru tekin af honum tók hann upp stól og sveiflaði. Einn lögreglumanna reyndi að skjóta hann með rafbyssu en án árangurs.
Samkvæmt vitnum reyndi maðurinn síðan að teygja sig í átt að byssu lögeglumanns og það var þá sem hann var skotinn.
Starfsfólk sjúkrahússins reyndi að gera að sárum mannsins en hann dó á staðnum.