Nauðgararnir verða hengdir

Kynbundnu ofbeldi var víða mótmælt á Indlandi á alþjóðlega mannréttindadeginum …
Kynbundnu ofbeldi var víða mótmælt á Indlandi á alþjóðlega mannréttindadeginum í byrjun desember. AFP

Dómstóll á Indlandi hefur dæmt sjö menn til dauða fyrir að hafa nauðgað og myrt konu frá Nepal. Konan glímdi við geðröskun. Hún var 28 ára gömul. Mennirnir voru dæmdir til hengingar.

Þann 1. febrúar var hvarf konunnar tilkynnt í borginni Rohtak Haryana-ríki í norðurhluta Indlands. Þar hafði hún búið ásamt systur sinni og undirgengist meðferð á sjúkrahúsi í borginni. Líkið fannst illa farið þremur sólarhringum síðar. Þar lá það á akri við þjóðveg.

Við krufningu á líki hennar fundust ummerki um að hún hefði verið grýtt og stungin og einnig var ljóst að hlutum hafði verið þröngvað inn í líkama hennar á meðan árásinni stóð. 

„Konur verða enn fyrir glæpum og mismunun af hálfu karla í samfélagi okkar og við sjáum ennþá kynjahalla í kerfinu en dómstólar eiga að senda sterk skilaboð og það þegar í stað,“ sagði dómarinn, Seema Singhal.

Sá áttundi sem tók þátt í árásinni er unglingur og verður réttað yfir honum við unglingadómsstól. Níundi árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg stuttu eftir að hann var handtekinn. 

mbl.is