Með efasemdir um viðskiptaþvinganir

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Við erum auðvitað bara með tákn­ræn­an stuðning við vest­ræn­ar þjóðir í þessu,“ sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, í út­varpsþætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni spurður um viðskiptaþving­an­ir Rúss­lands gagn­vart Íslandi. Sig­urður sagði eng­an vera þeirr­ar skoðunar að við ætt­um ekki að mót­mæla fram­göngu Rússa gagn­vart Úkraínu. Hins veg­ar væri eðli­legt að velta fyr­ir sér með hvað hætti rétt væri að gera það.

Spurður hvort hann væri and­víg­ur þátt­töku Íslend­inga í refsiaðgerðum Evr­ópu­sam­bands­ins, Banda­ríkj­anna og annarra vest­rænna ríkja gegn Rúss­um sagðist hann ekki vilja segja það. Sig­ur­jón Eg­ils­son, stjórn­andi þátt­ar­ins, sagði þá að ráðherr­ann hefði þó greini­lega efa­semd­ir í þeim efn­um og svaraði Sig­urður Ingi því til að hann hefði al­mennt efa­semd­ir um viðskiptaþving­an­ir og ár­ang­ur­inn af þeim. Vísaði hann meðal ann­ars til ára­tuga­langra viðskiptaþving­ana Banda­ríkja­manna á Kúbu sem hefði fyrst og fremst bitnað á al­menn­ingi.

Benti Sig­urður á að refsiaðgerðir vest­rænna ríkja gagn­vart Rúss­andi sner­ust einkum um bann við vopna­sölu til Rúss­lands og fryst­ingu banka­reikn­inga ákveðinna ein­stak­linga. Íslend­ing­ar væru hins veg­ar ekki að selja vopn til Rússa eða ættu um­rædd­ir ein­stak­ling­ar banka­reikn­inga hér á landi. Fyr­ir vikið væri stuðning­ur Íslands aðeins tákn­rænn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina