Stendur við orð sín

Jens Garðar Helgason
Jens Garðar Helgason

Jens Garðar Helga­son, formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, seg­ist standa í grund­vall­ar­atriðum við orð sem hann lét falla um helg­ina varðandi viðskiptaþving­an­ir gagn­vart Rúss­um. En hon­um þyki leitt hafi gætt óná­kvæmni í fram­setn­ingu hans. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem hann hef­ur sent frá sér.

„Ut­an­rík­is­ráðuneytið sendi frá sér til­kynn­ingu í dag (í gær) þar sem farið er ít­ar­lega yfir um­mæli sem ég lét falla í spjallþætt­in­um Viku­lok­in á Rás 1 á laug­ar­dag­inn síðastliðinn. Í frétta­til­kynn­ing­unni eru ein­stök um­mæli mín rak­in og því haldið fram að þar fari ég ít­rekað með rangt mál. Ég stend í grund­vall­ar­atriðum við þau orð sem ég lét falla í þætt­in­um en þykir leitt að óná­kvæmni hafi gætt í fram­setn­ingu minni. Stóra mynd­in er ein­fald­lega sú að þær byrðar sem munu falla á ís­lenskt at­vinnu­líf vegna þátt­töku í viðskiptaþving­un­um gagn­vart Rússlandi eru gríðarleg­ar.

Löng yf­ir­lýs­ing ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins bygg­ir að mörgu leyti á hár­tog­un­um og mál­krók­um. Þannig get ég nefnt að því er haldið fram að ég full­yrði að ein­göngu sé um vopna­sölu­bann sé að ræða. Þegar hið rétta er að ég vísa til þess að bannið snú­ist að stærst­um hluta um bann við sölu á vopn­um og það sé að mínu mati sniðið að dag­leg­um viðskipt­um Evr­ópu­sam­bands­ins við Rúss­land.

Þá er í því haldið fram að ég hafi full­yrt að stjórn­völd hafi lýst því yfir að NATO aðild Íslands væri í upp­námi hverfi Ísland frá stuðningi við viðskiptaðagerðirn­ar. Þetta er annað dæmi um hrein­an út­úr­snún­ing  þar sem ég vísa ein­fald­lega til þess að í mín­um huga séu það hæp­in rök að vísa til þess, sem fleygt hef­ur verið fram í umræðunni, að NATO aðild væri mögu­lega í upp­námi í ljósi þess að um ára­tuga skeið hafi Ísland átt í far­sæl­um tví­hliðaviðskipt­um við Rúss­land þrátt fyr­ir að á köfl­um hafi verið áherslumun­ur í ut­an­rík­i­s­tefnu Íslands og Rúss­lands.
Hins veg­ar vil ég fá að nefna að við ráðherr­ann erum sam­mála um það að skaði ein­staka fyr­ir­tækja skipti ekki öllu máli í þessu sam­hengi. Fyr­ir­tæk­in eru sterk og öfl­ug alþjóðafyr­ir­tæki með dreifða áhættu m.t.t. markaða og afurða. Þessu til stuðnings má nefna að stjórn SFS hef­ur ít­rekað beðist und­an því að ríkið komi til móts við skaða ein­stakra fyr­ir­tækja með styrkj­um held­ur hvatt til þess að reynt sé að búa grein­inni gott rek­straum­hverfi. Skaðinn sem við verðum fyr­ir varða hags­muni Íslands og ís­lenska þjóðarbús­ins, laun fólks, gjald­eyrisöfl­un þjóðar­inn­ar, skatt­tekj­ur, út­svar og fleira. Þetta snert­ir því ekki ein­staka fyr­ir­tæki held­ur er málið mun víðtækra.

Ég geri mér grein fyr­ir að staðan er flók­in og það þarf að taka til­lit til fjölda hags­muna. Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa lagt áherslu á að mat á þess­um hags­mun­um fari fram sem og ít­ar­lega umræða áður en ákv­arðanir sem hafa jafn víðtæk­ar og al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir ís­lensk­an efna­hag eru tekn­ar. Þá höf­um við bent á að hægt sé að koma okk­ar sjón­ar­miðum á fram­færi með öðrum hætti en að taka þátt í til­tekn­um viðskiptaþving­un­um sem kosta ís­lenskt þjóðarbú mun meira en flestr­ar aðrar þjóðir. 
Það er ekki hlut­verk SFS að hafa skoðun á ut­an­rík­is­stefnu Íslands, sam­tök­un­um ber hins veg­ar skylda til að tryggja að tekið sé til­lit til hags­muna ís­lensk efna­hags­lífs við ákv­arðana­töku á grund­velli þeirr­ar stefnu.

Sam­tök­in hafa síðan síðastliðið sum­ar lagt sig fram um að koma upp­lýs­ing­um um þessa hags­muni á fram­færi við stjórn­völd og unnið í sam­vinnu við þau um að þær megi verða sem gleggst­ar. Nú liggja fyr­ir upp­lýs­ing­ar um hvert þetta tjón verður til skemmri tíma og hlaupa þær fjár­hæðir á milj­örðum eða tug­um milj­arða fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf, erfitt er hins veg­ar að átta sig á hvert tjónið verður til lengri tíma þegar meta þarf virði tapaðra viðskipta­sam­banda. Það er nú hlut­verk­stjórn­valda að taka ákvörðun í þessu máli,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu hans.

mbl.is