The Revenant með flestar tilnefningar

Kvikmyndirnar Spotlight, The Revenant, Mad Max: Fury Road og The Martian hlutu flestar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna sem tilkynntar voru í dag. The Revenant hlaut þó flestar tilnefningar, eða tólf stykki.

Leikarinn Leonardo DiCaprio var tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni og Tom Hardy fyrir aukahlutverk. Alejandro González Iñárritu hlaut tilnefningu fyrir bestu leikstjórn.

Myndin var einnig m.a. tilnefnd fyrir bestu klippingu, tæknibrellur, búninga og sem besta myndin.

Sú mynd sem fékk næstflestar tilnefningar var Mad Max: Fury Road en hún hlaut tíu tilnefningar, m.a. fyrir bestu mynd, leikstjórn, og tæknibrellur.

Matt Damon hlaut einnig tilnefningu sem besti leikari fyrir hlutverk sitt í myndinni The Martian. Sú mynd hlaut sjö tilnefningar, m.a. fyrir bestu tæknibrellur og bestu mynd.

Þá hlaut kvikmyndin Spotlight sex tilnefningar, m.a. fyrir bestu mynd og handrit en svo fengu leikararnir Mark Ruffalo og Rachel McAdams tilnefningar fyrir besta aukaleik.

Eins og fyrr segir var Jóhann Jóhannsson tilnefndur fyrir tónlist sína í myndinni Sicario.

Óskar­saka­demí­unni er heim­ilt að til­nefna tíu kvik­mynd­ir sem bestu kvik­mynd árs­ins, en í ár var ákveðið að til­nefna aðeins átta kvik­mynd­ir. Þær eru:

The Big Short

Bridge of Spies

Brooklyn

Mad Max: Fury Road

The Martian

The Revenant

Room

Spotlight

Í flokkn­um besti leik­ari í aðhlut­verki eru eft­ir­far­andi til­nefnd­ir:

  • Bryan Cranston íTrumbo
  • Matt Damon í The Martian
  • Leonardo DiCaprio í The Revneant
  • Michael Fassbender í Steve Jobs
  • Eddie Redmayne í The Danish Girl

 Í flokkn­um besta leik­kona í aðhlut­verki eru eft­ir­far­andi kon­ur til­nefnd­ar:

  • Cate Blanchett í Carol
  • Brie Larson  íRoom
  • Jennifer Lawrence í Joy
  • Charlotte Rampling í 45 Years
  • Saoirse Ronan íBrooklyn

 Eft­ir­far­andi eru til­nefnd­ir sem leik­stjór­ar árs­ins

  • Adam McKay fyrir The Big Short
  • George Miller fyrir Mad Max: Fury Road
  • Alejandro González Iñárritu fyrir The Revenant
  • Lenny Abrhamson fyrir Room
  • Tom McCarthy fyrir Spotlight

Hér má sjá lista yfir allar tilnefningar til verðlaunanna. 

Stiklu úr The Revenant má sjá hér að neðan. 

Leikarinn John Krasinski og forseti Akademíunnar Cheryl Boone Isaacs kynntu …
Leikarinn John Krasinski og forseti Akademíunnar Cheryl Boone Isaacs kynntu tilnefningarnar í dag. AFP
Leikstjórarnir Ang Lee og Guillermo del Toro tilkynntu hluta tilnefninganna …
Leikstjórarnir Ang Lee og Guillermo del Toro tilkynntu hluta tilnefninganna til Óskarsverðlaunanna í dag. AFP
John Krasinski og Cheryl Boone Isaacs tilkynntu seinni heilminginn.
John Krasinski og Cheryl Boone Isaacs tilkynntu seinni heilminginn. AFP
mbl.is