„Gleðileg tíðindi og mikill heiður“

Jóhann Jóhannsson.
Jóhann Jóhannsson. AFP

„Þetta er mjög ánægjulegt, gleðileg tíðindi og mikill heiður að vera tilnefndur í annað skipti. Mér finnst sérstaklega gaman að það sé fyrir þessa mynd og fyrir þessa tónlist,“ segir Jóhann Jóhannsson tónskáld um tilnefningu sem hann hlaut í gær til Óskarsverðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlist í kvikmynd, kvikmyndinni Sicario. Jóhann var einnig tilnefndur til verðlaunanna í fyrra fyrir tónlist sína í The Theory of Everything.

Fjögur önnur tónskáld eru tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir bestu frumsömdu kvikmyndatónlist: Thomas Newman fyrir tónlistina í Bridge of Spies, Carter Burwell fyrir tónlistina í Carol, Ennio Morricone fyrir tónlistina í The Hateful Eight og John Williams fyrir tónlistina í Star Wars: The Force Awakens.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: