Dægurmenningin slæðist í dómsal

Tungutak og frasar úr dægurmenningu dreifa sér jafnan um allt …
Tungutak og frasar úr dægurmenningu dreifa sér jafnan um allt samfélagið, líka inn í dómskerfið.

Dóms­kerfið er eðli máls­ins sam­kvæmt að jafnaði nokkuð íhalds­samt þar sem breyt­ing­ar taka tíma og tísk­an geng­ur í hæg­ari sveifl­um en geng­ur og ger­ist í fata­búðum H&M. Marg­ir telja þetta vera grund­völl þess að rétt­ar­kerfið starfi eðli­lega. Hér skal látið vera að dæma um það, en þó er víst að tísku­straum­ar og dæg­ur­menn­ing koma að lok­um inn í dóms­kerfið eins og ann­an vett­vang þjóðlífs­ins.

Árið 2007 var einn af ást­sælli sjón­varpsþátt­um síðustu ára sýnd­ur hér á landi, en það er gam­anþátt­ur­inn Næt­ur­vakt­in. Þar fara meðal ann­ars Jón Gn­arr og Pét­ur Jó­hann Sig­fús­son með aðal­hlut­verk, en Pét­ur Jó­hann leik­ur „starfs­mann á plani“ sem læt­ur Georg Bjarn­freðar­son ganga yfir sig.

Þó hug­takið „starfsmaður á plani“ hafi lengi verið notuð hér á landi er ljóst að með sýn­ingu þátt­anna varð spreng­ing í notk­un þess­ar­ar lýs­ing­ar á óbreyttu starfs­fólki á vinnu­stöðum. Mörg önn­ur hug­tök og setn­ing­ar sem komu fram í þátt­un­um sem urðu lífs­seig­ar meðal land­ans, en þetta til­tekna hug­tak hef­ur þó notið tals­verðra vin­sælda í dómsal síðustu árin.

Þannig hef­ur ít­rekað verið vísað til al­mennra starfs­manna í verðbréfa­deild­um, sem ekki voru yf­ir­menn, sem „starfs­manna á plani“ í nokkr­um rétt­ar­höld­um und­an­far­in ár. Í markaðsmis­notk­un­ar­máli Kaupþings á fyrri hluta síðasta árs var meðal ann­ars haft eft­ir ein­um af sak­born­ing­un­um:  „Við erum bara starfs­menn á plani og við erum bara í okk­ar eig­in boxi hérna.”

Þá nefndi sak­sókn­ari í markaðsmis­notk­un­ar­máli Lands­bank­ans í dag í Hæsta­rétti að ákveðnir starfs­menn hafi verið starfs­menn á plani og að dómur­um bæri að horfa til þess varðandi refs­ingu. Verj­andi eins þeirra sem sak­sókn­ari átti við ít­rekaði svo menn­irn­ir tveir hefðu ein­mitt verið „starfs­menn á plani.“

Það er því ljóst að tungu­tak dæg­ur­menn­ing­ar­inn­ar er hægt og bít­andi að slæðast inn í dóms­kerfið, þótt þeir sem séu leiðandi í tísku­straum­um tungu­máls­ins séu vænt­an­lega löngu hætt­ir að nota þetta hug­tak.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina