Áhrif þvingana eru gríðarleg

Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Ragnheiður Elín Árnadóttir. mbl.is/Rósa Braga

„Það er eng­in óein­ing um það - ekk­ert okk­ar er ánægt með þá stöðu sem nú er kom­in,“ sagði Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í viðtali í þætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un. 

Vís­ar hún í máli sínu til þeirr­ar stöðu sem nú er uppi í sam­skipt­um Íslands og Rúss­lands vegna land­töku Rússa inn­an Úkraínu. Rík­is­stjórn­in er, að sögn ráðherr­ans, ein­huga í sinni af­stöðu til máls­ins.

„Við meg­um ekki gleyma því að við erum ekki að setja bann á fiskút­flutn­ing til Rúss­lands. Gleym­um því aldrei að það voru rúss­nesk stjórn­völd sem settu það bann. Við tók­um ákvörðun á sín­um tíma um að fara með okk­ar banda­mönn­um í þess­ar þving­un­araðgerðir, sem er ekki beint gegn rúss­nesk­um al­menn­ingi, og erum þar,“ sagði Ragn­heiður Elín.

Að sögn henn­ar er nú „al­ger ein­hug­ur“ inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar um þessa ákvörðun.

„Áhrif­in eru gríðarleg og það er eitt­hvað sem við þurf­um að halda áfram að skoða,“ sagði hún. En sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa að und­an­förnu hvatt stjórn­völd til þess að end­ur­skoða þess­ar aðgerðir. Í yf­ir­lýs­ingu frá þeim kem­ur meðal ann­ars fram að viðskipta­bann Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna á Rúss­land hafi mjög nei­kvæð áhrif á ís­lenskt at­vinnu­líf. Má ætla að ís­lensk fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi og land­búnaði verði af um 15 millj­arða króna tekj­um á ári vegna stuðnings stjórn­valda.

mbl.is