Heimilsofbeldi og annað ofbeldi

Tveir gista fangaklefa fyrir ofbeldi á heimilum sínum
Tveir gista fangaklefa fyrir ofbeldi á heimilum sínum

Tveir ölvaðir menn voru handteknir í nótt vegna heimilisofbeldis og tveir réðust á þann þriðja í Austurstræti en stungu af áður en lögregla kom á vettvang. Heimilisfeðurnir eru hins vegar báðir í fangaklefa.

Síðdegis í gær stöðvaði lögreglan ökumann sem ók um Laugarnesveg. Sá var undir áhrifum fíkniefna og eins hafði bifreiðin ekki verið færð til skoðunar og því voru skráningarnúmer hennar klippt af.

 Um átta í gærkvöldi var ökumaður stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna við Gullinbrú.

Það var síðan um tíu leytið sem lögreglan handtók ölvaðan mann sem ekki var til friðs á bar í miðborginni og gistir hann fangaklefa þangað til ástand hans lagast.

Um eitt leytið var maður handtekinn í austurhluta Reykjavíkur fyrir bæði heimilisofbeldi og líkamsárása en hann var ölvaður eins og áður sagði. Skömmu síðar var tilkynnt um að tveir menn væru að ganga í skrokk á þeim þriðja í Austurstræti. Fórnarlambið var flutt á bráðadeild Landspítalans til aðhlynningar en árásarmannanna er leitað.

Um þrjú í nótt var ölvaður maður handtekinn í Kópavogi grunaður um heimilisofbeldi og líkamsárás.  Maðurinn er vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls.

mbl.is