Tilkynnt var um heimilisofbeldi og líkamsárás í heimahúsi í Hraunbæ á þriðja tímanum í nótt. Þolandi ofbeldisins var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Árásarmaðurinn er hins vegar vistaður í fangageymslu og verður hann yfirheyrður síðar vegna málsins.
Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um heimilisofbeldi og líkamsárás í heimahúsi í Breiðholti. Árásarmaðurinn var handtekinn og er vistaður í fangageymslu vegna málsins.