Banka á glugga og biðja um brauð

Guðmundur Fylkisson ásamt Katrínu Teklu, dóttur sinni, við Lækinn í …
Guðmundur Fylkisson ásamt Katrínu Teklu, dóttur sinni, við Lækinn í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmund­ur Fylk­is­son, lög­reglumaður, er ánægður með að gæs­inni sem fannst nær dauða en lífi við Lækj­ar­götu í Hafnar­f­irði, hafi verið komið til bjarg­ar.

Síðastliðinn þrjú ár hef­ur hann hlúð að fugla­líf­inu við Læk­inn í Hafnar­f­irði og hef­ur hann sér­stakt leyfi til þess frá bæj­ar­yf­ir­völd­um.

Guðmund­ur, sem var vant við lát­inn þegar hann frétti af frosnu gæs­inni, seg­ir sjald­gæft að gæs­ir frjósi í hel við Læk­inn. „Það er al­geng­ara þegar maður frétt­ir af því að þær eru orðnar dauðar og hrafn­inn er far­inn að gæða sér á þeim,“ seg­ir  hann og bæt­ir við að gæs­irn­ar séu í aukn­um mæli farn­ar að halda sig til í húsa­görðum.

„Þær eiga það til að koma og banka á glugga ef þær fá ekki brauðið sitt reglu­lega, en það á samt sér­stak­lega við um end­urn­ar. Það er því ekk­ert óhefðbundið að þessi gæs hafi fund­ist við úti­dyra­h­urð.“

Frétt mbl.is: Björguðu lífi fros­inn­ar gæs­ar 

Vildi hjálpa ung­un­um

Guðmund­ur, sem er ættaður norðan af Strönd­um, seg­ist vera van­ur því að hlúa að æðavarpi. „Ég er bú­inn að ala upp fjög­ur börn í Hafnar­f­irði og mér leidd­ist að sjá hve ung­arn­ir voru að hverfa strax í mávinn. Læk­ur­inn var af­skipt­ur og ég fékk leyfi til að taka þetta að mér til að reyna að fylgja ung­un­um sem kom­ast á legg. Það er eitt og annað í um­hverf­inu sem ung­um er hættu­legt. Bær­inn hef­ur brugðist við þeim ábend­ing­um og lagað til þannig að þeir eigi mögu­leika.“

Guðmund­ur, sem starfar við að leita uppi týnd börn, hvet­ur fólk til að hlúa að ung­un­um.„Þegar ung­arn­ir eru farn­ir að sjást á sumr­in þarf að passa að varg­ur­inn fái ekki of mik­inn frið til að éta þá.“

Fugl­arn­ir fái kál og korn í kuld­an­um

Hann kveðst koma við hjá Lækn­um nán­ast á hverj­um degi til að kanna stöðu mála. „Núna er mjög kalt og það þarf að ýta á fólk að gefa fugl­un­um. Það má gefa þeim ferskt kál og korn, sér­stak­lega þegar það er svona rosa­lega kalt. Þá þurfa þeir meira en þurrt brauðið.“

Þeir sem vilja fylgj­ast með verk­efn­inu við Læk­inn geta skoðað síðuna Proj­ect Henry á Face­book. „Á Ísaf­irði er Henry Bær­ings­son. Beint á móti hús­inu hans er órækt­ar­svæði. Hann sendi bæj­ar­fé­lag­inu bréf og spurði hvort hann mætti taka svæðið í fóst­ur. Hann fékk það og setti upp leik­tæki þar. Þannig kveikti hann hug­mynd­ina hjá mér. Ég sendi því Hafn­ar­fjarðarbæ bréf og spurði hvort ég mætti fylgj­ast með fugla­líf­inu við Læk­inn," seg­ir Guðmund­ur. 

mbl.is