Fimm eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við ofbeldisverk í gærkvöldi og nótt. Þar á meðal tveir handrukkarar og maður sem beitti ofbeldi á heimili sínu.
Það var á tólfta tímanum í gærkvöldi sem lögreglunni barst tilkynning um heimilisofbeldi og líkamsárás á heimili í Árbænum. Ofbeldismaðurinn var handtekinn og gistir hann fangageymslu í tengslum við rannsókn málsins.
Upp úr klukkan eitt í nótt voru tveir ofbeldismenn handteknir í Breiðholti vegna líkamsárásar og hugsanlegrar handrukkunar. Mennirnir eru vistaðir í fangaklefa vegna rannsókn málsins.
Á þriðja tímanum í nótt voru síðan tveir ofbeldismenn handteknir í austurhluta borgarinnar vegna líkamsárásar sem þeir eru grunaðir um.