Nauðgað aftur á sjúkrahúsinu

AFP

Fimmtán ára gamalli indverskri stúlku var nauðgað á sjúkrahúsi í gær en hún lá á sjúkrahúsinu vegna áverka sem hún hlaut þegar skólabróðir hennar nauðgaði henni nýverið.

Að sögn lögreglu tilkynnti hún um nauðgunina á sjúkrahúsinu í borginni Jamshedpur í gær og er öryggisvörðum á sjúkrahúsinu grunaður um ofbeldið. Hann er í haldi lögreglu og hefur stúlkan verið flutt á annað sjúkrahús í borginni. Að sögn lögreglu er um mun betra sjúkrahús að ræða þar sem öryggi hennar á ekki að vera ógnað.

Aðeins nokkrir dagar voru liðnir frá því henni var nauðgað af unglingspilti í úthverfi borgarinnar. Vegna ungs aldurs er hann í unglingafangelsi.

Opinber sjúkrahús á Indlandi glíma oft við slæman aðbúnað þar sem læknar og hjúkrunarfræðingar eru ofhlaðnir verkefnum og sjúkrahúsin illa búin tækjakosti.

mbl.is