Lífsreyndar kisur vantar heimili

Snúður leitar að nýju heimili ásamt systur sinni, Snældu.
Snúður leitar að nýju heimili ásamt systur sinni, Snældu. Dýrahjálp Íslands

Dýra­hjálp Íslands mun halda sér­stak­an ætt­leiðing­ar­dag á sunnu­dag, Valentínus­ar­dag, í sal gælu­dýr.is í Korpu­torgi kl. 12-15. Þar verða kett­ir til sýn­is sem leita nú að var­an­legu heim­ili eft­ir að hafa verið bjargað úr skemmu þar sem þeim var haldið við skelfi­leg­ar aðstæður.

„Við verðum þarna með dýr­in sem eru að koma og sýna sig. Fólk get­ur mætt og skoðað þau en það fer ekki með dýr­in beint af at­b­urðinum,“ seg­ir Svala Jóns­dótt­ir í stjórn ætt­leiðing­ar­daga Dýra­hjálp­ar. „Ef fólk ætl­ar að ætt­leiða þá verður að senda inn um­sókn á dýra­hjálp.is.“ Ekki er skil­yrði fyr­ir ætt­leiðingu að mæta á sunnu­dag, tekið verður við um­sókn­um á net­inu. Dýra­hjálp tek­ur ekki gjald fyr­ir ætt­leiðing­ar.

„Fólk get­ur líka sent inn um­sókn áður en það kem­ur á sýn­ing­una en það miss­ir þá af því að hitta dýr­in. Þetta er bara tæki­færi fyr­ir fólk að koma og sjá, þar sem Dýra­hjálp hef­ur eng­an fast­an sam­astað,“ sagði Svala.

Kettirnir voru illa haldnir af sýkingum eins og Moli litli …
Kett­irn­ir voru illa haldn­ir af sýk­ing­um eins og Moli litli á þess­ari mynd þegar þeim var bjargað. Hann, ásamt fleir­um, hef­ur nú náð sér á ný og verður til sýn­is á sunnu­dag. Dýra­hjálp Íslands

Dag­ur af þessu tagi hef­ur ekki verið hald­inn síðan 2014. „Það hef­ur gengið al­veg gríðarlega vel að ætt­leiða dýr út. Við ger­um þetta þegar það er kom­in teppa í fóst­ur­heim­ila­kerfið hjá okk­ur,“ seg­ir Svala.

Ný­lega komust þrjá­tíu kett­ir upp á náð Dýra­hjálp­ar þegar skemma var rýmd þar sem voru haldn­ir um fimm­tíu kett­ir.

„MAST fór í að rýma þessa skemmu og það fund­ust um fimm­tíu kett­ir á lífi í henni,“ seg­ir Svala. Af þeim kött­um tók Dýra­hjálp að sér þrjá­tíu en aðrir dreifðust á önn­ur sam­tök eins og Katt­holt og Katta­vina­fé­lag Ak­ur­eyr­ar. „Ein læðan var kett­linga­full svo þar bætt­ust við fimm þannig að við enduðum uppi með 34 ketti á fóst­ur­heim­il­um.“

Eineygða kisan Branda hefur náð sér eftir slæma augnsýkingu og …
Eineygða kis­an Branda hef­ur náð sér eft­ir slæma augn­sýk­ingu og vant­ar nýtt heim­ili. Dýra­hjálp Íslands

Svala seg­ir kett­ina hafa verið afar þjáða af sýk­ing­um þar sem þeir voru haldn­ir í mjög skít­ugu og lokuðu um­hverfi en all­ir nema einn náðu sér aft­ur og eru all­ir kett­irn­ir sem eru til­bún­ir til ætt­leiðing­ar komn­ir til góðrar heilsu.

„Þetta eru ung­ir kett­ir; yngsti kött­ur­inn sem kem­ur á sýn­ing­ar­dag­inn verður fimm mánaða og við höld­um að elsti kött­ur­inn sé um fjög­urra ára. Þeir voru með lífs­hættu­leg­ar sýk­ing­ar. Marg­ir með gríðarleg­ar augn­sýk­ing­ar. Ein af þeim sem kem­ur á sýn­ing­ar­dag­inn missti augað vegna sýk­ing­ar og yngsti kött­ur­inn var með al­var­lega sýk­ingu og það var tví­sýnt yfir jól­in hvort það þyrfti að fjar­lægja annað augað eða ekki en hann var svo dug­leg­ur að taka sýkla­lyf­in sín að það þurfti ekki.“

Tals­verða van­rækslu þarf til þess að kett­ir verði svo veik­ir. „Svona sýk­ing­ar koma ekk­ert upp nema það sé gríðarlega skít­ugt um­hverfi hjá þeim. Inni í þess­ari skemmu voru þeir bara sof­andi og liggj­andi í eig­in skít og höfðu ekk­ert annað í kring­um sig.“

Tals­verða umönn­un þurfti eft­ir að þeim var komið þaðan út. „Við kom­una á fóst­ur­heim­ili þurfti að at­huga hvort þeir hefðu fengið sár. Í öll­um sár­um og opum á lík­am­an­um eins og nefi og aug­um voru grass­er­andi þar sýk­ing­ar. Það dó einn úr sýk­ing­um en all­ir hinir hafa verið að koma til mjög vel. Þeir hafa verið í bólu­setn­ing­um og eft­ir­liti hjá dýra­lækni. All­ir kett­ir sem við aug­lýs­um eru orðnir heilsu­hraust­ir, bólu­sett­ir og geld­ir,“ sagði Sara.

Hér má sjá fleiri mynd­ir af þeim kis­um sem boðað hafa komu sína á sunnu­dag.

Ætt­leiðing­ar­vef­ur Dýra­hjálp­ar.

Karma er lítil, svört læða sem bíður eftir nýju heimili.
Karma er lít­il, svört læða sem bíður eft­ir nýju heim­ili. Dýra­hjálp Íslands
mbl.is