Samstaða gegn Rússum mikilvæg

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meðal þess sem rætt var á fundi sam­eig­in­legr­ar þing­manna­nefnd­ar Alþing­is og Evr­ópuþings­ins í morg­un var þátt­taka Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Lögðu full­trú­ar Íslands áherslu á það á fund­in­um, sem fram fer í tón­list­ar- og ráðstefnu­hús­inu Hörpu í Reykja­vík, að mik­il­vægt væri að senda Rúss­um skýr skila­boð um sam­stöðu ríkj­anna sem ættu aðild að aðgerðunum með því að draga úr skaða vegna gagnaðgerða Rússa.

Viðstadd­ir fund­inn voru tveir þing­menn af Evr­ópuþing­inu, þau Jørn Dohrmann sem er ann­ar formaður þing­manna­nefnd­ar­inn­ar ásamt Guðlaugi Þór Þórðar­syni þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Cat­her­ine Sti­hler. Dohrmann sit­ur á Evr­ópuþing­inu fyr­ir Danska þjóðarflokk­inn en Sti­hler fyr­ir breska Verka­manna­flokk­inn. Auk þeirra sat fund­inn af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins Clau­de Maerten, deild­ar­stjóri hjá ut­an­rík­isþjón­ustu sam­bands­ins.

Full­trú­ar Evr­ópu­sam­bands­ins tóku und­ir mik­il­vægi þess að aðild­ar­ríki refsiaðgerðanna gegn Rússlandi sýndu sam­stöðu gagn­vart mál­inu og óskuðu eft­ir upp­lýs­ing­um frá full­trú­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins sem sátu fund­inn um efna­hags­leg áhrif gagnaðgerða Rússa gegn Íslandi. Fóru þeir Stefán Hauk­ur Jó­hann­es­son ráðuneyt­is­stjóri og Högni S. Kristjáns­son, skrif­stofu­stjóri viðskipta­skrif­stofu ráðuneyt­is­ins yfir stöðu mála.

Hvergi umræða eins og á Íslandi

Einnig var rætt um um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið í kjöl­far fyr­ir­spurn­ar frá Birgittu Jóns­dótt­ur, þing­manni Pírata. Sagði hún mis­mun­andi skila­boð ber­ast um stöðu um­sókn­ar­inn­ar. Spurði hún full­trúa sam­bands­ins hvort hægt yrði að hefja um­sókn­ar­ferlið þar sem frá hafi verið horfið ef vilji væri fyr­ir því. Lét Maerten nægja að ít­reka að Evr­ópu­sam­bandið virti ákvörðun Íslands um að hætta viðræðunum.

Guðlaug­ur Þór sagði af þessu til­efni að á ferðum hans um Evr­ópu hefði hann hvergi orðið var við umræðu eins og færi fram hér á landi um Evr­ópu­sam­bandið. Hér á landi væri talað eins og ekki væri ljóst hvað vera í sam­band­inu þýddi en í öðrum Evr­ópu­ríkj­um væri eng­in óvissa ríkj­andi um það. Þetta sýndi sig síðan í ólík­um skoðana­könn­un­um hér á landi um af­stöðuna til inn­göngu í Evr­ópu­sam­bands­ins og áfram­hald­andi viðræðna.

Stefán Hauk­ur sagði stefnu ís­lenskra stjórn­valda skýra og vísaði í bréf Gunn­ars Braga Sveins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra til Evr­ópu­sam­bands­ins í byrj­un síðasta árs. Viðræðum um inn­göngu í sam­bandið hefði verið hætt og Ísland væri ekki leng­ur um­sókn­ar­ríki. Það hefði enn­frem­ur verið staðfest af Evr­ópu­sam­band­inu.

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is og þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tók einnig til máls og lagði áherslu á að þó ekki væri vilji til þess að ganga í Evr­ópu­sam­bandið hér á landi væru ís­lensk stjórn­völd mjög áfram um að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar meðal ann­ars vegna EES-samn­ings­ins.

Guðlaugur Þór Þórðarson og Jørn Dohrmann á fundinum í morgun.
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son og Jørn Dohrmann á fund­in­um í morg­un. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina