Taldi þögn sama og samþykki

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Full­trú­ar ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins sögðu að viðræðunum hafi verið al­farið slitið. Eng­inn and­mælti því,“ seg­ir Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Pírata, á Face­book-síðu sinni í dag þar sem hún út­skýr­ir þau um­mæli sín í gær að hún hefði fengið „al­ger­lega af­ger­andi svör“ á fundi sam­eig­in­legr­ar þing­manna­nefnd­ar Alþing­is og Evr­ópuþings­ins um það að ef sótt yrði um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið á nýj­an leik yrði að hefja ferlið á byrj­un­ar­reit.

Frétt mbl.is: Þráður­inn er rof­inn

Vís­ar Birgitta þar til þess að fund­inn sátu tveir þing­menn á Evr­ópuþing­inu, þau Jørn Dohrmann og Cat­her­ine Sti­hler, ásamt Clau­de Maerten, deild­ar­stjóra í ut­an­rík­isþjón­ustu Evr­ópu­sam­bands­ins. Birgitta seg­ir nauðsyn­legt að fá úr því skorið áður en til mögu­legs þjóðar­at­kvæðis kem­ur um málið hvort leggja þyrfti af stað frá byrj­un­ar­reit eða ekki. Ekki hafi verið hægt að fá skýr svör frá Evr­ópu­sam­band­inu í þeim efn­um.

„Sam­kvæmt allri op­in­berri stjórn­sýslu hér­lend­is er ekk­ert í gangi varðandi aðild, öll starf­semi sem teng­ist aðild­ar­viðræðum hef­ur verið lögð af. Ekk­ert er held­ur sem ber þess merki í ESB að við séum áfram í þessu,“ seg­ir Birgitta enn­frem­ur. 

Ef að það er svo að það sé ein­göngu afstaða rík­is­stjórn­ar Íslands að við séum hætt, af hverju hef­ur þá öllu starfi er lít­ur að aðild­ar­viðræðum verið hætt. Ef ESB lít­ur svo á að þráður­inn hef­ur ekki verið rof­inn þá er mik­il­vægt að það komi fram áður en til þjóðar­at­kvæðagreiðslu kem­ur. Það er allt annað að byrja frá grunni en að halda áfram.“

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina