Páfuglar plága á ökrum?

Indverskur karlpáfugl.
Indverskur karlpáfugl. Wikimedia/Jebulon

Stjórn Goa­fylk­is á Indlandi hef­ur lagt til að pá­fugl­ar, sem eru auðþekkt­ir af íburðar­mikl­um stél­fjöðrum sín­um, verði flokkaðir sem mein­dýr ásamt nokkr­um teg­und­um af öpum, vill­is­vín­um og villt­um vísund­um. Pá­fugl­arn­ir eru sagðir leggj­ast á akra.

Skóg­lendi hef­ur dreg­ist sam­an í Goa og vist­væn svæði dýr­anna dreg­ist sam­an meðfara því. Dýr hafa því í aukn­um mæli sótt í byggðir og akra en land­búnaðarráðherra fylk­is­ins sagði í viðtali við ind­verska frétta­stofu að sum­ir bænd­ur hefðu kvartað yfir ágangi fugl­anna á akra á hæðótt­um svæðum.

Pá­fugl­ar njóta vernd­ar skv. dýra­vernd­un­ar­lög­um í Indlandi en fylkið mun leit­ast við að fá und­anþágu frá þeirri vernd þar sem fugl­inn sé skaðvald­ur.

Dýra­vernd­un­ar­sinn­ar hafa gagn­rýnt áætlan­irn­ar. BBC hef­ur eft­ir Poor­va Jos­hipura: „Ef Goa ætl­ar sér að vera áfram á túrista­kort­inu þá ætl­ast fólk til þess að það verði para­dís fyr­ir dýr­in líka.“

Til­lög­urn­ar nú koma í kjöl­far um­deildra breyt­inga á flokk­un kó­kos­hnetu­trjáa í flokk pálma­trjáa, sem njóta ekki þeirr­ar vernd­ar sem kó­kos­hnetu­trén gerðu áður. Um­hverf­is­vernd­arsinn­ar ótt­ast að þetta verði til þess að mik­ill fjöldi trjáa verði nú felld­ur í því skyni að ryðja svæði fyr­ir upp­bygg­ingu.

Frétt BBC

mbl.is