Enginn mætti á mótmæli gegn Beyoncé

Einn gagnmótmælendanna sem ætluðu að tala máli Beyoncé gegn mótmælendum …
Einn gagnmótmælendanna sem ætluðu að tala máli Beyoncé gegn mótmælendum hennar. Þeir létu hins vegar aldrei sjá sig. AFP

Flest bend­ir til þess að mót­mæli sem boðað hafði verið til fyr­ir utan höfuðstöðvar banda­rísku ruðnings­deild­ar­inn­ar NFL gegn söng­kon­unni Beyoncé í gær hafi verið gabb. Í það minnsta lét eng­inn mót­mæl­andi sjá sig og þeir einu sem voru á staðnum voru lög­reglu­menn og ein­staka gagn­mót­mæl­andi.

Merk­ing­arþrung­in hálfs­leiks­sýn­ing Beyoncé á Of­ur­skál­inni fyr­ir einni og hálfri viku vakti mikið um­tal en með flutn­ingi sin­um á lag­inu „Formati­on“ tók hún ein­arða af­stöðu með blökku­mönn­um í Banda­ríkj­un­um gegn of­ríki lög­reglu. Sum­ir brugðust ókvæða við og töldu söng­kon­una hat­ast við lög­reglu­menn. Boðaði hóp­ur sem kallaði sig Proud of the Blu­es til mót­mæla fyr­ir utan höfuðstöðvar NFL í New York í gær­morg­un vegna ákvörðunar ruðnings­deild­ar­inn­ar um að bjóða sómakæru fólki upp á atriðið.

Eng­inn mætti hins veg­ar á staðinn og seg­ir í frétt Washingt­on Post af mót­mæl­un­um sem aldrei urðu að lík­ur séu á að þau hafi ein­fald­lega verið gabb. Ekki hafi farið mikið fyr­ir hópn­um sem boðaði til þeirra í net­heim­um áður og ekki sé kraf­ist mik­illa staðfest­inga af not­end­um vefsíðunn­ar þar sem þeir birtu boðin. 

mbl.is