Janúar sá hlýjasti í sögunni

Jöklar heimsins bráðna víðast hvar hraðar en áður.
Jöklar heimsins bráðna víðast hvar hraðar en áður. mbl.is/Ómar

Nýliðinn janú­ar­mánuður var sá heit­asti á heimsvísu síðan mæl­ing­ar hóf­ust fyr­ir 135 árum. Þetta kem­ur fram í gögn­um sem geim­ferðastofn­un Banda­ríkj­anna, NASA, gaf út í vik­unni.

Janú­ar var einnig sá mánuður sem af­brigðilega mest hef­ur skorið sig úr hvað hita varðar síðan mæl­ing­ar hóf­ust. Mánuður­inn var þannig 1,13 gráðum heit­ari en meðaltal janú­ar­mánaða á því tíma­bili, eða síðustu 135 ár. Hann slær þó metið ekki um mikið en síðastliðinn des­em­ber­mánuður átti metið. Hann var 1,11 gráðum yfir meðaltal­inu.

Þetta er fjórði mánuður­inn í röð sem hita­stig hnatt­ar­ins hef­ur verið meira en sem nem­ur einni gráðu yfir meðaltali. Þess­ir fjóru mánuðir eru einnig þeir einu sem hafa farið upp fyr­ir það mark síðan mæl­ing­ar hóf­ust.

Á sára­fá­um svæðum voru eng­ar hita­breyt­ing­ar eða þá meiri kuldi en venju­lega. Þannig voru ekki merki um auk­inn hita á Suður­skautsland­inu, Skandi­nav­íu, Aust­ur-Afr­íku og í ein­hverj­um hlut­um Rúss­lands. Norður­heims­skautið sker sig þó allra mest út og er lang af­brigðileg­ast hvað varðar hita á hnett­in­um, eins og sjá má á meðfylgj­andi korti sem miðar janú­ar við meðal­töl ár­anna 1951 til 1980.

Norðurheimsskautið sker sig út úr öðrum heimshlutum eins og sjá …
Norður­heims­skautið sker sig út úr öðrum heims­hlut­um eins og sjá má á kort­inu. Kort/​NASA-GISS stofn­un­in
mbl.is