Satt og logið um loftslagsmál

Skíðafólk ber skíðin niður snjólausar brekkur í svissnesku ölpunum í …
Skíðafólk ber skíðin niður snjólausar brekkur í svissnesku ölpunum í desember. AFP

Eru lofts­lags­breyt­ing­ar að verða af manna­völd­um eða er um alls­herj­ar sam­særi að ræða? Skipt­ir kolt­ví­sýr­ingsút­blást­ur nokkru máli í hnatt­rænu sam­hengi? Þetta er meðal þeirra spurn­inga sem Hall­dór Björns­son, haf- og veður­fræðing­ur, mun svara í er­indi sínu í Hörpu.

Hall­dór, sem er doktor í haf- og veður­fræði og hóp­stjóri veðurs- og lofts­lags­breyt­inga hjá Veður­stof­unni, held­ur er­indi[ á fundi Lands­bank­ans um aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ing­um í Hörpu fimmtu­dag­inn 25. fe­brú­ar. Þar mun hann rekja nokk­ur helstu atriði sem haldið hef­ur verið fram sem mótrök­um við al­mennt viður­kennd­um kenn­ing­um um hlýn­un jarðar af manna­völd­um.

Svisslendingar breiddu yfir Rhone jökulinn sl. sumar til þess að …
Sviss­lend­ing­ar breiddu yfir Rho­ne jök­ul­inn sl. sum­ar til þess að halda aft­ur af bráðnun hans. Jökl­ar um all­an heim hafa hopað í kjöl­far hlýn­andi lofts­lags. AFP

Gagns­laust, ef ekki óþarft, að sporna gegn kolt­ví­sýr­ingsút­blæstri?

Líf­seig­ustu og safa­rík­ustu rök­in gegn al­mennt viður­kennd­um kenn­ing­um um hlýn­un jarðar af manna­völd­um rek­ur hann í stór­um drátt­um svo:

  • Lofts­lags­breyt­ing­ar eru sam­særi.
  • Kolt­ví­sýr­ing­ur veld­ur ekki hlýn­un.
  • Aukn­ing kolt­ví­sýr­ings í loft­hjúpi er nátt­úru­leg.
  • Hlýn­un jarðar er nátt­úru­leg, ekki af manna­völd­um.
  • Er gott að það hlýni?

„Það er fullt til af öðrum mýt­um sem eru þess eðlis að maður nenn­ir ekki að svara þeim en þess­ar eru þannig að það er hægt að út­skýra eitt­hvað með þeim,“ seg­ir Hall­dór í sam­tali við mbl.is. „Það er hægt að rekja sögu þeirra, hvaðan þær koma og hvers vegna þær eru rang­ar. Margt af þessu eru hug­mynd­ir sem ekki er sjálfsagt að séu rang­ar fyr­ir fram. Sum­ar eru þannig að menn héldu lengi að þetta væri rétt en síðar áttuðu þeir sig á því að svo er ekki.“

Mbl.is fékk Hall­dór til þess að fara laus­lega yfir tvær mýt­urn­ar, ann­ars veg­ar að kolt­ví­sýr­ing­ur í and­rúms­lofti valdi ekki hlýn­un og hins veg­ar að aukn­ing hans eigi sér nátt­úru­leg­ar or­sak­ir.

Óvenjuhátt hitastig í Minsk í febrúar kom þessari önd a.m.k. …
Óvenju­hátt hita­stig í Minsk í fe­brú­ar kom þess­ari önd a.m.k. vel. AFP

Rétt­ar at­hug­an­ir í röng­um loftþrýst­ingi

„Hug­mynd­ir um það að kolt­ví­sýr­ing­ur valdi ekki hlýn­un á sér mjög langa sögu. Fyrstu mæl­ing­ar á þess­um áhrif­um bentu til þess að hann gleypti í sig varma­geisl­un. Þegar menn héldu svo áfram að mæla þetta í kring­um alda­mót­in 1900 upp­götvuðu þeir að þegar ákveðnu marki er náð hef­ur aukn­ing kolt­ví­sýr­ings mjög lít­il áhrif,“ seg­ir Hall­dór.

Síðarmeir upp­götvuðu menn þó gall­ann á þeirri ann­ars réttu at­hug­un. „Það kem­ur í ljós að ef sama mæl­ing er gerð við lægri loftþrýst­ing færðu allt aðrar niður­stöður. Það er miklu lægri loftþrýst­ing­ur ofar í loft­hjúpn­um þ.a. þó loftið við yf­ir­borð sé mettað hvað þetta varðar og áhrif­in til aukn­ing­ar lít­il þar þá eru þau samt sem áður veru­leg ofar í loft­hjúpn­um. Hlýn­un sem verður þar skil­ar sér alltaf strax niður til yf­ir­borðsins. Menn áttuðu sig á þessu fyr­ir um fimm­tíu árum svo það er óþarfi að halda lífi í þess­ari mýtu.“

Grænlandsjökull.
Græn­lands­jök­ull. Rax / Ragn­ar Ax­els­son

Fingra­för jarðefna­eldsneyt­is­brennslu sjá­an­leg

Staðhæf­ing­ar um að kolt­ví­sýr­ing­ur eigi sér nátt­úru­lega upp­sprettu eru á viss­an hátt rétt­ar en gefa þó vill­andi mynd af ástand­inu, seg­ir Hall­dór. „Það er ákveðin hringrás kol­efn­is á jörðinni og ef maður skoðar magn los­un­ar mann get­ur það virkað lítið sem hlut­fall af því sem nátt­úr­an los­ar.“ 

Gríðarlegt flæði kol­efn­is verður t.a.m. úr loft­hjúpn­um og niður til skóga þegar tré laufg­ast á vor­in og aft­ur upp þegar þau fella lauf­in og þau rotna. Fleiri álíka þætt­ir spila þar inn í og seg­ir Hall­dór það ekki skrýtið að menn sjái kolt­ví­sýr­ings­los­un mann­kyns sem hverf­andi hlut­deild í ljósi þess.

Horfa verður þó til þess að þar er um hringrás að ræða sem sé í jafn­vægi. „En allt sem þú bæt­ir við kem­ur þar ofan á. Spurt er þá: Hvaða rök hef­ur þú fyr­ir því að þetta sé viðbót­ar­kolt­ví­sýr­ing­ur sem bæt­ist við?

Þau eru sú að menn geta mælt sam­sætu­sam­setn­ingu kol­efn­is­ins sem er að koma upp og hún pass­ar við jarðefna­eldsneytið en ekki t.d. það sem losn­ar úr haf­inu við hlýn­un þess, sem er ein hug­mynd­in, eða það sem kem­ur úr eld­gos­um. Efna­fræðileg fingra­för á kol­efn­inu segja því að þetta sé aug­ljós­lega úr jarðefna­eldsneyti.“

Við það bæt­ist að súr­efn­is­inni­hald loft­hjúps­ins hef­ur minnkað og leiðir það til þeirr­ar niður­stöðu að kolt­ví­sýr­ings­aukn­ing­in stafi af bruna. „Það liggja því þar að baki tvenns kon­ar rök, sem ger­ir það afar sann­fær­andi,“ sagði Hall­dór.

Skrán­ing á fund Lands­bank­ans í Hörpu 25. fe­brú­ar

Halldór Björnsson
Hall­dór Björns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina