Fagna alþjóðlegum degi ísbjarna

Birna með húnum sínum í dýragarðinum í Moskvu.
Birna með húnum sínum í dýragarðinum í Moskvu. AFP

Í dag er alþjóðleg­um degi ís­bjarna fagnað um all­an heim. Þessi tign­ar­lega vera er eins og marg­ir vita á lista dýra­teg­unda í út­rým­inga­hættu og hef­ur bráðnun jökla síðustu ár haft al­var­leg áhrif á líf­ríki ís­bjarna.

Ísbirn­ir lifa vilt­ir í Kan­ada, Alaska í Banda­ríkj­un­um, Græn­landi, Rússlandi og Sval­b­arða í Nor­egi. Þá eru ís­birn­ir í mörg­um dýra­görðum heims, m.a. í Moskvu, Berlín, Kaup­manna­höfn og San Diego. 

Erfitt er að meta heild­ar­fjölda ís­bjarna í heim­in­um en líf­fræðing­ar telja að fjöld­inn sé á bil­inu 20-25.000 eða 22-31.000.

Fræg­asti ís­björn seinni tíma er lík­lega Knút­ur en hann fædd­ist í dýrag­arðinum í Berlín árið 2006. Móðir hans hafnaði hon­um og var hann því al­inn upp af dýrag­arðsstarfs­mönn­um. Knút­ur vakti mikla at­hygli fyrst um sinn, enda al­gjört krútt, en þótti síðan sína und­ar­lega hegðun í garðinum.

Mynd­bandið hér að neðan sýn­ir ynd­is­leg mynd­bönd af Knúti og skemmti­leg lag um dýrið er spilað und­ir. 

Talið er að Knút­ur hafi verið lagður í einelti af öðrum ís­björn­um og að hann hafi þjáðst af at­ferl­istrufl­un sem varð til þess að hann sótti í at­hygli mann­fólks. Til eru dæmi um að Knút­ur hafi fengið bræðiköst ef hann fékk ekki at­hygli.  

Árið 2011 drukknaði Knút­ur í laug sinni í dýrag­arðinum fyr­ir fram­an fjöl­marga gesti. Í ág­úst á síðasta ári kom í ljós að Knút­ur fékk flog sem varð til þess að hann drukknaði. Flogið varð vegna sjálfsof­næm­is­sjúk­dóms sem varð til þess að heili ís­bjarn­ar­húns­ins bólgnaði upp.

Þegar að frægðarsól Knúts skein sem skær­ast prýddi hann m.a. forsíðu Vanity Fair tíma­rits­ins sem og þýsk frí­merki.

Ísbjörn í Schoenbrunn dýragarðinum í Vín.
Ísbjörn í Schoen­brunn dýrag­arðinum í Vín. AFP
AFP
Ísbjörn hvílir sig í dýragarðinum í Vín.
Ísbjörn hvíl­ir sig í dýrag­arðinum í Vín. AFP
Ísbjörn að éta höfrung á Svalbarða.
Ísbjörn að éta höfr­ung á Sval­b­arða. AFP
Stytta af Knúti sem reist var í dýragarðinum til minningar …
Stytta af Knúti sem reist var í dýrag­arðinum til minn­ing­ar um björn­inn. AFP
Ísbirnir rata stundum til Íslands. Þessi endaði á Hornströndum í …
Ísbirn­ir rata stund­um til Íslands. Þessi endaði á Horn­strönd­um í maí 2011. Mynd / Land­helg­is­gæsl­an
Knútur og Thomas Dörflein sem hélt lífinu í honum fyrsta …
Knút­ur og Thom­as Dörflein sem hélt líf­inu í hon­um fyrsta árið. Af Wikipedia
Ísbjarnarhúnn í dýragarði í frönsku borginni Antibes.
Ísbjarn­ar­húnn í dýrag­arði í frönsku borg­inni Anti­bes. AFP
Arturo er eini ísbjörninn í Argentínu.
Arturo er eini ís­björn­inn í Arg­entínu. AFP
Ísbjörninn Luka býr í dýragarðinum í Wuppertal í Þýskalandi.
Ísbjörn­inn Luka býr í dýrag­arðinum í Wupp­ertal í Þýskalandi. AFP
mbl.is