„Þau gerðu ekkert rangt,“ sagði varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden áður en hann kynnti Lady Gaga á svið á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Gaga flutti lagið „'Til It Happens to You“ úr kvikmyndinni The Hunting Ground, heimildarmynd um nauðganir í bandarískum háskólum.
Biden var klappað lof í lófa þegar hann steig á svið og áhorfendur risu úr sætum. Hann bað þá að setjast og sagðist vera „minnst hæfasti“ maðurinn í salnum. Hvatti hann viðstadda sem og áhorfendur til að heita því að grípa inn í aðstæður þar sem samþykki er ekki fyrir hendi.
„Of margar konur og karlar á og af háskólalóðum eru enn fórnarlömb kynferðisofbeldis,“ sagði Biden. „Breytum menningunni. Við verðum og við getum breytt menningunni þannig að enginn misnotuð kon eða maður, eins og fólkið sem lifði af og þið munið sjá í kvöld, líði nokkurn tíma eins og þau þurfi að spyrja sig: Hvað gerði ég? Þau gerðu ekkert rangt.“
Undir lokin á flutningi Gaga steig hópur fólks á svið, einstaklingar sem allir hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í Bandarískum háskólum, og á úlnliði þeirra höfðu verið skrifaðar setningar á við „Það kom fyrir mig“ og „Survivor“.