Lögreglan handtók tvítugan karlmann fyrir heimilisofbeldi í heimahúsi í miðborg Reykjavíkur á ellefta tímanum í morgun. Hann er grunaður um að hafa veist með ofbeldi að kærustu sinni og brotið innanstokksmuni á heimilinu.
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að maðurinn hafi verið í fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag.