Prestur í 40 ára fangelsi fyrir barnaníð

18 þúsund börn voru fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis á Indlandi árið …
18 þúsund börn voru fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis á Indlandi árið 2014. AFP

Indverskur prestur í Kerala héraði var í dag dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað tólf ára gamalla stúlku ítrekað í kirkjunni sem hann starfaði hjá. 

Sanil K. James, 37 ára, var dæmdur fyrir að hafa nauðgað og beitt stúlkuna öðru kynferðislegu ofbeldi í kirkju hjálpræðishersins árið 2014. Lögreglan rannsakar einnig fleiri brot hans en hann er sakaður um að hafa nauðgað annarri stúlku á sama tíma.

Saksóknari,  Pious Mathew, segir í samtali við AFP að dómurinn hafi talið að presturinn hafi átt skilið að hljóta hámarksrefsingu fyrir grimmdarverk sín. 

Að sögn saksóknarar nauðgaði James stúlkunni, sem nú er 13 ára gömul, nokkrum sinnum á tveggja mánaða tímabili. Ofbeldið átti sér stað í kirkjunni. Um tvo 20 ára dóma er að ræða, annan fyrir brot á lögum um varnir barna gagnvart barnaníðingum og hinn fyrir nauðgun á barni.

Árið 2014 voru 18 þúsund indversk börn fórnarlömb barnaníðinga samkvæmt gögnum frá dómstólum landsins.

AFP
mbl.is