Nauðgað og brennd lifandi

Á þaki hússins þar sem unga stúlkan fannst í þorpinu …
Á þaki hússins þar sem unga stúlkan fannst í þorpinu Greater Noida AFP

Sextán ára gömul indversk stúlka, sem var nauðgað og kveikt í á þaki heimili hennar, lést af völdum sára sinna í dag, að sögn lögreglu. Stúlkan var með brunasár á yfir 90% líkamans eftir árásina í Uttar Pradesh á mánudag. 

Yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, Ashwani Kumar, segir að því miður hafi ekki verið hægt að bjarga lífi hennar þrátt fyrir að starfsfólk sjúkrahússins hafi gert allt sem í þeirra valdi stæði til þess. Hann segir að lögreglan hafi handtekið nítján ára gamlan mann sem talinn er vera ódæðismaðurinn. Hann er í gæsluvarðhaldi en unnið er að rannsókn málsins.

Indverskir fjölmiðlar hafa eftir föður stúlkunnar að nágranni þeirra í þorpinu sem þau búa í hafi árreitt stúlkuna í um það bil ár og ekki látið viðvaranir fjölskyldu hennar sem vind um eyru þjóta.

mbl.is