Hvernig Taylor Swift varð besta vinkona þín

Taylor Swift var ein hataðasta stjarna Hollywood árið 2013 en …
Taylor Swift var ein hataðasta stjarna Hollywood árið 2013 en tók þá til sinna ráða. AFP

Merk­ing hins vin­sæla myllu­merk­is #squa­dgoals er ekki auðþýðan­leg. Orðið á við um mark­mið vina­hóps sem eru að miklu leyti út­lits­legs eðlis, hvort sem þau snúa að feg­urð eða því hversu sval­ur eða skemmti­leg­ur hóp­ur­inn virðist vera og þá einna helst á sam­fé­lags­miðlum.

Orðið „squad“ í þessu sam­hengi vís­ar til ná­ins vina­hóps, hóps sem styður hvorn ann­an í gegn­um þykkt og þunnt. Þessi notk­un orðsins rek­ur upp­runa sinn til svartra Banda­ríkja­manna en á síðustu miss­er­um hef­ur það hlotið byr und­ir báða vængi í meg­in­straumn­um fyr­ir sak­ir hinn­ar snjó­hvítu og ljós­hærðu Tayl­or Swift; áður sveita­söng­konu og nú­ver­andi poppprins­essu.

Það dylst eng­um sem fylgst hef­ur með þaul­skipu­lagðri söfn­un Swift í of­ur­vina­hóp að þar er um markaðsbrellu að ræða. Fáir hafa þó kannski leitt hug­ann að raun­veru­leg­um um­svif­um her­ferðar­inn­ar að baki 1989, nýj­ustu plötu Swift, sem kom út árið 2014.

Fölsk, klisju­kennd og lítið les­in

Árið 2013 var Tayl­or Swift í vond­um mál­um. Grein­ar um hana hlutu lít­inn lest­ur, laga­smíðar henn­ar voru sagðar klisju­kennd­ar og hún sjálf var sögð fölsk í fram­komu. Hún lenti á list­um yfir hataðasta fræga fólkið í Hollywood enda átti hún í gríðarleg­um erfiðleik­um við að ná til síns helsta mark­hóps. Ung­um kon­um líkaði ein­fald­lega ekki vel við hana.

black and white taylor swift awkward hug olivia munn

Swift var nýhætt með Harry Sty­les úr One Directi­on og hafði öðlast slæmt orðspor fyr­ir að eiga í raðsam­bönd­um við menn á borð við Jake Gyl­len­haal, John Mayer, og Tayl­or Lautner. Kven­kynsaðdá­end­ur Sty­les kunnu illa við hana sem viðfang ást­ar hans. Fyr­ir þeim virt­ist hann bara enn eitt hakið í stjörn­um prýdda rúm­brík Swift. Hún var ekki nógu góð fyr­ir hann að þeirra mati og lík­lega vildu þær helst hafa hann ein­hleyp­an, draum­ar um ástar­sam­band við popp­goð eru eft­ir allt skrefi óraun­hæf­ari ef viðkom­andi á kær­ustu.

Harry Styles á mikinn fjölda kvenkynsaðdáenda sem líkaði illa við …
Harry Sty­les á mik­inn fjölda kven­kynsaðdá­enda sem líkaði illa við Swift. mbl.is/​EPA

Það hjálpaði ekki til, hvorki gagn­vart aðdá­end­um Sty­les eða öðrum kon­um, að Swift hafði í gegn­um tíðina stillt sér upp gegn öðrum kon­um í bar­átt­unni um at­hygli karl­kyns viðfangs og það oft­ast sem sak­lausu stúlk­unni gegn of­urkyn­gerðri „druslu“ eða „tussu“. Þau skila­boð eru afar áber­andi í fyrri textum henn­ar  eins og Ellie Woodw­ard bend­ir á í grein sinni fyr­ir Buzz­feed. 

„Gagn­rýn­end­ur sökuðu hana um að ýta und­ir staðal­mynd­ir kynj­anna og ófrægja kyn­ferði annarra kvenna. Það kom upp í textum henn­ar: „She‘s an actress/ But she’s better known for the things that she does on the mattress.“ Og í mynd­band­inu við „You Belong With Me“ er Swift, íklæddri hvít­um klæðnaði, með ljóst hárið í mjúk­um krull­um, stillt upp gegn „ástar­keppi­naut“ í rauðum kjól með göt­um, með rauðan varalit og síða dökka hár­kollu. Á fyrstu fjór­um plöt­um sín­um notaði Swift ástar­keppi­naut í átta lög­um og í meira en helm­ingi mynd­banda sinna.“

taylor swift whatever shut up

En laga­smíðar Swift sner­ust í hönd­un­um á henni því hún varð sjálf að „tuss­unni“ í aug­um al­menn­ings. Woodw­ard seg­ir Swift hafa orðið fyr­ir svo miklu áreiti vegna sam­bands­slit­anna við Sty­les að hún hafi neyðst til að taka sér frí frá sam­fé­lags­miðlum. Þegar hún sneri aft­ur var hún hins­veg­ar vopnuð allt að því bylt­ing­ar­kenndri herkænsku.

Skipt um umræðuefni

Laga­smíðar Swift höfðu lengi verið að fær­ast frá kántrí-upp­runa henn­ar og yfir í poppið. Með plöt­unni 1989 steig hún skrefið til fulls, ekki bara hvað varðaði tón­list­ina held­ur einnig með spá­nýrri ímynd­ar­sköp­un. Hún tók borg­ar­menn­ingu upp á sína arma og flutti til New York. Mánuðina fyr­ir plötu­út­gáf­una mynduðu papp­arass­ar hana nær dag­lega utan við heim­ili henn­ar í borg­inni og hún tók þeim vel. Uppá­komurn­ar voru enda þaul­skipu­lagðar þar sem hún hafði tekið upp nýj­an fata­stíl sem var til­rauna­kennd­ari og tengd­ari dæg­ur­flug­um tísku­heims­ins en áður.

 Eins og Molly Lambert hjá Grant­land bend­ir á þá var það hluti af því að skipta um umræðuefni eft­ir að hafa misst tök­in á orðræðunni um ástar­líf sitt. Áhersl­an færðist af karl­mönn­un­um í lífi henn­ar og yfir á aðrar vídd­ir af henn­ar per­sónu.

„Hún gat ekki verið sorg­lega klikkaða ein­hleypa stelp­an sem sat um sína fyrr­ver­andi ef hún var skemmti­lega, slaka ein­hleypa stelp­an að njóta millj­ón­anna, sem hún vann sér inn, á mjög dýr­um stað.“

Swift flutti ímynd sína úr sveit í borg.
Swift flutti ímynd sína úr sveit í borg.

Swift tók að nota sam­fé­lags­miðla öðru­vísi en áður. Hún varð per­sónu­legri á Twitter, birti fleiri mynd­ir úr einka­lífi sínu á In­sta­gram og greip Tumblr heim­inn á lofti. Með því að bjóða út­völd­um aðdá­end­um sín­um af sam­fé­lags­miðlum í hlust­un­ar­veislu á heim­ili sínu og jafn­vel mæta „óboðin“ í gæsa­veislu eins hepp­ins Swift­ara gerði hún aðdá­end­urna sjálfa smá­fræga (e. mini-celebrity).

Það er hvatn­ing fyr­ir þá og aðra aðdá­end­ur til að halda já­kvæðri orðræðu um Swift á lofti. Hún hef­ur einnig tekið að sér að ráðleggja aðdá­end­um sín­um í gegn­um Twitter, Tumblr og á tón­leik­um sín­um með ýmis vanda­mál. Í stað þess að vera sjálf fórn­ar­lambið er hún sú sem skil­ur, sú sem styður og sú sem ger­ir meira fyr­ir aðdá­end­ur sína en nokk­ur önn­ur popp­stjarna.

Fræg­asti vina­hóp­ur heims

Til þess að Swift gæti orðið besta vin­kona aðdá­enda sinna þurfti hún þó að sýna að það að ving­ast við hana væri yf­ir­höfuð eft­ir­sókn­ar­vert.  Það gerði hún með því að búa sér til gengi frægra vin­kvenna: „squad“.  

Meðal meðlima í Swift geng­inu eru of­ur­fyr­ir­sæt­urn­ar Karlie Kloss, Gigi Hadid og Cara Deleving­ne, tón­list­ar­kon­urn­ar Selena Gomez, Haim syst­urn­ar, Lor­de, Ellie Gould­ing, Hai­lee Stein­feld, raun­veru­leika­stjarn­an Kendall Jenner og leik­kon­urn­ar Lena Dun­ham, Serayah og Jaime King. Þessi stutti listi er þó eng­an veg­inn tæm­andi enda tel­ur hann ekki einu sinni all­ar þær sem komu fram í #squa­dgoals mynd­band­inu sjálfu við lagið „Bad Blood“.

Swift og vinkonur, hoppandi kátar.
Swift og vin­kon­ur, hopp­andi kát­ar.

Hvort vinátt­an sé sönn eða ekki er eng­in leið að dæma um utan frá, þó svo að marg­ir reyni, en ljóst er að vin­kon­urn­ar gegna all­ar ákveðnum hlut­verk­um. Að sjá Swift við hlið há­vax­inna, tágrannra of­ur­fyr­ir­sæta minn­ir okk­ur á að Swift er það líka, Stein­feld hef­ur ung­legt sak­leysi, King hef­ur móður­leg­an þroska, Dun­ham er fem­in­ísk og Lor­de er svöl og alterna­tív.

Með því að deila mynd­um af sér og þess­um vina­hópi í „dag­legu lífi“ á In­sta­gram sam­hliða ný­fund­inni (og af­markaðri) femín­ískri af­stöðu sem kjarn­ast í mottó­inu „Kon­ur eiga að styðja hvor aðra“ gef­ur Swift al­menn­ingi inn­sýn í hvernig það er að vera vin­kona henn­ar.  Hún fékk meðlimi hóps­ins til að koma með sér á svið á tón­leika­ferðalagi sínu í kjöl­far út­gáfu 1989 og bætti um bet­ur með því að fá gesti á borð við Mick Jag­ger, Mary  J. Blige, Al­an­is Morri­sette og Just­in Timberla­ke til að koma og taka lagið.

„Ég sendi Mick SMS og ég sagði „Hey, ertu í bæn­um? Ég er að spila á tón­leik­um á morg­un viltu koma og syngja „Sat­is­facti­on“? Og hann skrif­ar bara til baka „Í hverju á ég að vera?“,“ seg­ir Swift í mynd­skeiði á sam­fé­lags­miðlin­um. 

And he just writes back "What will I wear?" @mickjag­ger #1989World­TourLIVE @app­lem­usic Dec­em­ber 20

A vi­deo posted by Tayl­or Swift (@tayl­orswift) on Dec 16, 2015 at 12:53pm PST

Sag­an er krútt­leg en ástæðan fyr­ir því að hún er sögð ligg­ur í fyrstu þrem­ur orðunum: „I texted Mick“. Það sem það seg­ir okk­ur er að Swift sé með núm­erið hjá Mick Jag­ger og þau þekk­ist nógu vel til að hún kalli hann „Mick“. Og ef Mick Jag­ger vill vera vin­ur henn­ar hljót­um við hin að vilja vera það líka.

Mar­tröð í dagdraums-gæru

Swift tók sér skipu­lagða pásu frá karl­mönn­um nógu lengi til að losa sig við ímynd raðkær­ust­unn­ar en stórs­mell­ur­inn „Blank Space“ átti einnig sinn þátt í því að snúa þeirri ímynd við.

Í texta lags­ins og mynd­bandi leik­ur Swift ná­kvæm­lega það hlut­verk sem fjöl­miðlarn­ir settu hana í „mar­tröð klædda sem dagdraum“ og ger­ir þannig grín af sjálfri sér og eins að umræðunni um ástar­líf sitt. Í mynd­band­inu við „Shake It Off“ ger­ir hún grín að tak­mörkuðum dans­hæfi­leik­um sín­um, sem einnig höfðu verið til umræðu í fjöl­miðlum, og tek­ur þannig vopn­in úr hönd­um þeirra gagn­rýn­enda sinna.

Vevo shake it off music taylor swift shakeitoffvideo

Einn helsti sig­ur Swift í leiðinni að titl­in­um „vina­leg­asta popp­stjarn­an“ er ein­mitt sá að tak­ast að gera sig krútt­lega asna­lega, að ein­hverj­um sem fólk um all­an heim og þá sér­stak­lega kon­ur geta sam­svarað sig við. Á milli þess sem hún sýn­ir gengið  sitt á gleyp­ir hún spraut­ur­jóma, dett­ur af trampólín­um,  dans­ar eins og kjáni, kúr­ir með kett­in­um sín­um og það allt á In­sta­gram.

Á sama tíma hef­ur hún fengið aðdá­end­ur Harry Sty­les til að fyr­ir­gefa sér með því að gefa þeim litl­ar vís­bend­ing­ar um hvernig það var að vera í sam­bandi með hon­um. Aug­ljóst þykir að lagið „Out of the Woods“ sé samið um Sty­les. Ekki spill­ir fyr­ir að lagið „Per­fect“ með One Directi­on  vís­ar í lag­línu sinni til „Style“ (Hvers tit­ill kann ein­mitt að vísa í Sty­les) af 1989 auk þess sem text­inn vís­ar í ýmis önn­ur lög Swift.  

Hér má heyra lög­un­um tveim­ur skeitt sam­an.

Texta­gerð Swift breytt­ist ekki mikið með 1989. Þeir eru ein­fald­ir og per­sónu­leg­ir og laus­ir við sam­keppni við aðrar kon­ur...að mestu leyti.

Samstaða eða einelti?

Mynd­bandið við „Bad Blood“ skart­ar eins og áður seg­ir mörg­um af vin­kon­um Swift í „In­sta-hring“ og fleiri þekkt­um kon­um á við Ell­en Pom­peo og Jessicu Alba. Ein skær­asta stjarna rapp­heims­ins í dag, Kendrick Lam­ar, rapp­ar í lag­inu en að öðru leyti snýst mynd­bandið al­farið um Swift og „squad-ið“ henn­ar.

Metið sló ýmis áhorfs­met og hlaut verðlaun sem mynd­band árs­ins á verðlauna­hátíð MTV og jafn­framt á Grammy verðlaun­un­um. En mynd­bandið og lagið sker sig frá hinum lög­un­um á 1989 með aug­ljós­um hætti. Swift hef­ur gefið í skyn að það fjalli um Katy Perry sem hef­ur sjálf gefið þeim orðrómi byr und­ir báða vængi með tíst­um þar sem hún virðist for­dæma að Swift noti deil­ur þeirra í laga­smíðar. Hvor­ug hef­ur í það minnsta séð ástæðu til að neita því að lagið fjalli um Perry.

Mörg­um þykir sem svo að þarna sýni „squad“ menn­ing­in sitt rétta and­lit, hún snú­ist ekki um vald­efl­ingu allra kvenna held­ur fárra út­valda, rétt eins og „mean gir­ls“ klík­ur í kvik­mynd­um, sjón­varpsþátt­um og blá­köld­um raun­veru­leik­an­um.

„Það sem truflaði mig var að kven­hetj­urn­ar notuðu ekki „ban­væn öfl“ sín gegn ómannúðleg­um rík­is­stjórn­um, rang­lát­um fyr­ir­tækj­um eð ein­hverj­um öðrum form­laus­um ill­um mætti. Þess í stað berj­ast þær við aðrar kon­ur – bestu óvin­kon­ur, nán­ar til­tekið,“ skrif­ar Jessica Chou hjá Refinery 29. 

Amy Stockwell tek­ur í svipaðan streng á Mama Mia og seg­ir að sem fórn­ar­lamb einelt­is finn­ist henni aðferðir Swift við að velja í of­ur­vina­hóp­inn alltof kunn­ug­leg­ar.

„Hver sem hef­ur verið lagður í einelti af hóp stelpna eða kvenna hef­ur séð þessa hegðun áður. Það er hóp­ur og þú ert annað hvort í hon­um eða utan við hann. Oft­ar en ekki er stelpa í miðju hóps­ins sem ákveður hver er inni og hver er úti. Hún ákveður hvað er skemmti­legt og hvað er leiðin­legt; hvað er ásætt­an­legt og hvað ekki.“  

taylor swift mtv style taylorswift bad blood

Aur­ar í stað gaura

Eins og Stockwell tek­ur fram þá sjá ekki all­ar kon­ur hóp­inn þess­um aug­um. Hversu út­lits­lega ein­hæf­ir sem meðlim­ir hóps­ins eru al­mennt og hversu þaul­skipu­lögð og markaðsvædd vin­kona sem Tayl­or Swift er hef­ur „squad-ið“ henn­ar búið til nýja sögu í heimi frægra kvenna.

Sag­an sem Swift seg­ir okk­ur stenst Bechdel prófið og hef­ur þau grunn­skila­boð að gildi kvenna ráðist ekki af kær­ust­um held­ur af vin­kon­um. Hvorki skila­boðin né fram­setn­ing þeirra eru full­kom­in frá fem­in­ísku sjón­ar­horni eða endi­lega ný en þau eru samt frísk­andi til­breyt­ing og hafa bætt ímynd Swift til muna.

Fylgi henn­ar á In­sta­gram óx um 73 pró­sent frá 2014 til 2015, smell­ir á hvers­kon­ar grein­ar um hana hafa tekið mik­inn kipp og loks­ins nenn­ir fólk að kaupa blöð sem skarta henni á forsíðu.   Fimm mánuðum eft­ir að 1989 kom út hafði plat­an selst í yfir 4,5 millj­ón­um ein­taka sem er meira en þá hafði selst af síðustu tveim­ur plöt­um henn­ar Red og Speak Now frá upp­hafi. 

taylor swift selena gomez red carpet grammys 2016 glambot

Með auk­inni frægð og hag­nýt­ingu femín­isma til frama í Hollywood fylg­ir auk­in pressa og gagn­rýni eins og sjá má á fjöl­mörg­um grein­um um teng­ingu Swift við hvít­an femín­isma, þar á meðal á mbl.is.

En flest krútt­lega kjána­leg skref Swift um net­heima eru út­hugsuð og langt frá eld­fim­um eða um­deild­um mál­um. Þá sjald­an að hún rat­ar í vand­ræði kem­ur hún sér fim­lega út úr þeim með þeirri ein­földu herkænsku að biðjast af­sök­un­ar, sem er svo sann­ar­lega eitt­hvað sem marg­ir mættu vera betri í.

Með  þaul­skipu­lagðri sam­fé­lags­miðlanotk­un hef­ur Swift tek­ist að fanga hug, hjörtu og veski fólks­ins sem þoldi hana ekki áður. Hún sneri ímynd sinni á haus, frá raðkær­ust­unni yfir í æðsta mark­mið allra „squad“ safn­ara og þannig varð Tayl­or Swift besta vin­kona okk­ar allra. Nú er bara að sjá hvort það haldi.

mbl.is