Fordæmalausar loftslagsbreytingar í ár

Helst hefur munað um aukinn hita á norðurslóðum.
Helst hefur munað um aukinn hita á norðurslóðum. mbl.is/RAX

Janú­ar- og fe­brú­ar­mánuðir þessa árs slógu öll hita­met með lát­um, seg­ir Alþjóðaveður­fræðistofn­un­in. Var­ar hún við því að lofts­lagið sé að „breyt­ast með for­dæma­laus­um hraða.“

Hátt hita­stig í þess­um tveim­ur fyrstu mánuðum árs­ins kem­ur strax í kjöl­far árs sem sló öll met með af­ger­andi hætti. Stofn­un­in bend­ir á met­hita á yf­ir­borði sjáv­ar, lát­lausa hækk­un sjáv­ar­máls­ins og fjölda öfga­veður­brigða um heim all­an.

Helst hef­ur munað um auk­inn hita á norður­slóðum. Útbreiðsla haf­íss hef­ur þannig aldrei verið minni í fe­brú­ar en nú í ár.

„Þess­ar ógn­væn­legu og hröðu breyt­ing­ar sem við verðum nú vitni að í okk­ar lofts­lagi, vegna út­blást­urs gróður­húsaga­s­teg­unda, eru for­dæma­laus­ar í okk­ar skrám,“ seg­ir for­stöðumaður stofn­un­ar­inn­ar, Petteri Taalas.

„Slá­andi hita­stig hingað til á þessu ári hafa gefið frá sér högg­bylgj­ur um allt sam­fé­lag lofts­lags­vís­inda­manna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina