Ungamamma af kattarkyni

Læðan Elsa er sannfærð um að hænuungarnir fjórir sé hennar …
Læðan Elsa er sannfærð um að hænuungarnir fjórir sé hennar eigin kettlingar. Ljósmynd/Skjáskot af Youtube

Fjór­ir hænu­ung­ar sem klekkt­ust í heim­inn fyr­ir viku síðan á bónda­bæ í Svíþjóð eignuðust óvænta móður.

Ing­ela Lj­ung, bóndi í Strömstad í vest­ur­hluta Svíþjóðar, ætlaði ung­un­um hlut­verk í ár­legri páska­heim­sókn skóla­barna á bónda­bæ­inn, en ung­arn­ir komu hins veg­ar í heim­inn degi eft­ir heim­sókn­ina.

Ung­arn­ir tóku ást­fóstri við Elsu, læðunni á bæn­um, sem hef­ur end­ur­goldið þeim ást­ina.

„Ég hélt fyrst að hún ætlaði að éta þá, þeir eru mat­ur fyr­ir henni,“ sagði Lj­ung í sam­tali við The Local í vik­unni. Hún leyfði læðunni hins veg­ar að nálg­ast ung­anna. Elsa tók þá upp, einn af öðrum, og kom þeim fyr­ir í sóf­an­um þar sem hún þreif þá hátt og lágt.

Lj­ung er ekki al­veg viss um hvað ger­ist næst, en hún er hrædd um að Elsa bregðist illa við ef ung­arn­ir verða tekn­ir af henni. „Hún er al­gjör­lega sann­færð um að þetta sé kett­ling­arn­ir henn­ar. Það er svo sætt að fylgj­ast með henni að ég tár­ast, en þetta er samt sem áður skrýtið,“ seg­ir Lj­ung.

mbl.is