Einstök ástarsaga vekur heimsathygli

Malena og Klepetan.
Malena og Klepetan.

Von­ast er til að ein­stök ástar­saga króa­tísks pars eigi eft­ir að draga fleiri ferðamenn til lands­ins. Karl­inn fer ávallt til heit­ari landa yfir vet­ur­inn þar sem maki hans, sem bíður hans heima, er fatlaður og get­ur ekki flogið.

Þetta storkap­ar hef­ur fangað hug og hjörtu margra árum sam­an enda hef­ur sam­band fugl­anna varað árum sam­an. Kven­fugl­inn er væng­brot­inn og get­ur ekki farið til vetr­ar­stöðvanna sem eru í 13 þúsund kíló­metra fjar­lægð í Suður-Afr­íku. En þó að þeir séu aðskild­ir all­an vet­ur­inn er taug­in á milli þeirra aug­ljós­lega mjög sterk. 

Karl­fugl­inn er kallaður Klepet­an af heima­mönn­um. Kven­fugl­inn heit­ir Malena og fyr­ir nokkr­um dög­um voru þau sam­einuð á ný, eft­ir marga mánuði í sund­ur.

Til að vekja at­hygli á ástar­sög­unni fögru, með þá von að fleiri ferðamenn eigi eft­ir að koma til Króa­tíu, hef­ur ferðamannaráð þar í landi búið til mynd­skeið um fugl­ana fögru.

„Ég vissi að hann myndi koma aft­ur, hann bregst henni Malenu aldrei,“ seg­ir Stjep­an Vo­kic, sem fylg­ist með Malenu í fjar­vegu Klepet­an. „Þó að aðrir karl­fugl­ar reyni að troða sér í hreiðrið til henn­ar rek­ur hún þá alltaf í burtu. Hún bíður eft­ir hon­um Klepet­an og fagn­ar hon­um svo vel þegar hann kem­ur.“

Vo­kic er kenn­ari á eft­ir­laun­um. Hann hef­ur hugsað um Malenu í meira en tvo ára­tugi eða allt frá því að veiðimenn brutu væng henn­ar. 

Storkap­arið hef­ur eign­ast unga á hverju ári og það er pabb­inn sem kenn­ir þeim að fljúga. Ung­arn­ir fljúga svo einnig til Suður-Afr­íku þegar hausta tek­ur. Á meðan bíður Malena ró­leg í Króa­tíu eft­ir að ást lífs henn­ar snúi aft­ur.

mbl.is