Aðstoða Vopnafjörð vegna Rússabanns

Vopnafjörður.
Vopnafjörður. mbl.is/Golli

HB Grandi, Byggðastofn­un og at­vinnu­vegaráðuneytið eru að vinna með Vopn­f­irðing­um að úr­lausn af­leiðinga inn­flutn­ings­banns Rússa á ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir, sem og vegna minni loðnu­veiða. HB Grandi er meðal ann­ars að út­búa aðstöðu til bol­fisk­vinnslu.

Þetta seg­ir Aðal­steinn Þor­steins­son, for­stjóri Byggðastofn­un­ar.

Kallað hef­ur verið eft­ir stuðningi við smærri byggðarlög­in í land­inu vegna inn­flutn­ings­banns Rússa.

Orðið fyr­ir mik­illi tekju­skerðingu

„Ann­ars staðar hafa fyr­ir­tæki á viðkom­andi stöðum brugðist við með því að efla aðra vinnslu og flest, ef ekki öll sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki  ákváðu að segja ekki upp starfs­fólki. Sú ákvörðun er mik­il­væg þó vissu­lega verði starfs­fólk fyr­ir tekju­skerðingu, jafn­vel mik­illi,“ seg­ir Aðal­steinn.

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar.
Aðal­steinn Þor­steins­son, for­stjóri Byggðastofn­un­ar.

Hálft ár liðið frá skýrslu Byggðastofn­un­ar

Um hálft ár er liðið síðan Byggðastofn­un sendi frá sér skýrslu, að beiðni at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins, um byggðaleg áhrif inn­flutn­ings­banns Rússa. Þar kom fram að bannið hefði mik­il áhrif á Þórs­höfn, Raufar­höfn, Vopna­fjörð, Nes­kaupstað, Eskifjörð, Fá­skrúðsfjörð, Höfn, Vest­manna­eyj­ar, Snæ­fells­bæ og Garð.

Sam­tals var reiknað með því að tekjutap sjó­manna og land­verks­fólks vegna inn­flutn­ings­banns­ins á heilu ári gæti numið 990 til 2.550 millj­ón­um króna.

Aðal­steinn seg­ir of stutt­an tíma hafa liðið frá því að skýrsl­an var sam­in til að hægt sé að segja til um hvort það sem reiknað er með þar hafi gengið eft­ir. Þó sé vitað um tekjutap hjá ákveðnum aðilum. Hversu mikið það er og hvað af því sé af völd­um banns Rússa og hvað af öðrum or­sök­um, svo sem minni loðnu­veiða, sé óljóst.

„Von­andi hef­ur skýrsl­an okk­ar orðið til að und­ir­strika al­var­leika af­leiðinga inn­flutn­ings­banns Rússa og þannig átt þátt í að stuðla að ábyrgri umræðu og ákv­arðana­töku aðila,“ seg­ir Aðal­steinn.

mbl.is