Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst rétt fyrir kl. 5 í morgun tilkynning um heimilisofbeldi og líkamsárás í Grafarholti í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var karlmaður handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins.