Shrek og Smurf á batavegi

Shrek og Smurf eftir fyrsta baðið.
Shrek og Smurf eftir fyrsta baðið. Af vef BCWR

Tveim­ur kett­ling­um var á dög­un­um bjargað af heim­ili í Bretlandi en svo virðist sem litað hafi verið á þá með tús­spenn­um. Kett­ling­arn­ir hafa verið nefnd­ir eft­ir teikni­mynda­per­són­un­um Smurf (Strump­ur) og Shrek og eru um fjög­urra vikna gaml­ir. Lög­regla flutti þá til dýra­vernd­un­ar­sam­tak­anna Bra­dford Cat Watch Rescue þar sem reynt var að ná litn­um af. 

Sam­tök­in telja að það séu ekki börn sem beri ábyrgð á verknaðinum á kett­ling­un­um held­ur full­orðnir. Segja þau að málið sé „slá­andi“ og ástand kett­ling­ana sýni grimmd­ar­leg­an verknað.

Shrek og Smurf daginn sem þeim var bjargað
Shrek og Smurf dag­inn sem þeim var bjargað Af vef BCWR

Katie Lloyd starfsmaður BCWR seg­ist ótt­ast að kett­ling­arn­ir gætu inn­byrt eit­ur með því að sleikja sig þar sem búið var að krota á þá. Búið er að fá dýra­lækni til þess að skoða kett­ling­ana og eit­ur­efna­sér­fræðinga til þess að meta hvað sé ör­uggt að nota til að fjar­lægja blekið.

Að sögn lög­reglu var eng­in læða á heim­il­inu þar sem kett­ling­arn­ir fund­ust en hún var kölluð á heim­ilið vegna fíkni­efna­brota og ábend­inga um að van­rækt­ur hund­ur byggi þar.

Kett­ling­arn­ir eru nú í betra ástandi en þegar þeir komu og eru dug­leg­ir að drekka mjólk. „Þeir eru miklu hress­ari. Lit­ur­inn er að minnka og þeir eru dug­leg­ir að borða.“

Ekki stend­ur til að svö stöddu að reyna að finna nýtt heim­ili fyr­ir kett­ling­ana vegna viðkvæms ástands þeirra. 

Frétt Sky News.

Smurf eða Strumpur í baðinu.
Smurf eða Strump­ur í baðinu. Af vef BCWR
Shrek í baði
Shrek í baði Af vef BCWR
mbl.is