Endurvinnsla aukin á Seltjarnarnesi

Á myndinni má sjá starfsmenn Seltjarnarnesbæjar þær Öldu Gunnarsdóttur, Gyðu …
Á myndinni má sjá starfsmenn Seltjarnarnesbæjar þær Öldu Gunnarsdóttur, Gyðu Jónsdóttur og Ingibjörgu Ölvisdóttur ásamt Gyðu S. Björnsdóttur sérfræðingi hjá SORPU með pokana sem dreift verður á hvert heimili á Seltjarnarnesi.

Starfs­fólk á bæj­ar­skrif­stofu Seltjarn­ar­ness fékk í dag af­henta fyrstu plast­pok­ana fyr­ir end­ur­vinn­an­leg­ar plast­umbúðir. Pok­arn­ir, sem eru úr 100% end­urunnu plasti, munu vera born­ir á hvert heim­ili á Seltjarn­ar­nesi, ásamt kynn­ing­ar­efni um til­rauna­verk­efni sem SORPA og Seltjarn­ar­nes standa sam­an að.

Til­rauna­verk­efnið miðar að því að auka hlut­fall plast­umbúða sem fara til end­ur­vinnslu frá íbú­um á Seltjarn­ar­nesi. Árlega má ætla að um 130 tonn af plasti fari í urðun frá íbú­um með al­mennu heim­il­iss­orpi en aðeins um 7 tonn ber­ast til end­ur­vinnslu í gegn­um grennd­argáma og end­ur­vinnslu­stöðvar.

Gert er ráð fyr­ir að íbú­ar flokki plast­umbúðir í pok­ana. Þegar poki er full­ur er bundið fyr­ir og hann sett­ur með al­mennu sorpi í gráu tunn­una. Í mót­töku­stöð SORPU eru pok­arn­ir svo flokkaðir vél­rænt frá öðrum úr­gangi og plastið sent til Svíþjóðar til end­ur­vinnslu.

Mark­mið verk­efn­is­ins er að meta gæði og magn plasts sem berst frá sveit­ar­fé­lag­inu til end­ur­vinnslu og þann kostnað sem fell­ur til vegna meðhöndl­un­ar þess, ásamt því að kanna mögu­leik­ann á að nota nú­ver­andi hirðukerfi til söfn­un­ar á plast­umbúðum. Kost­ur fyr­ir­komu­lags­ins er að ekki þarf að bæta við sér­stök­um tunn­um eða fjölga ferðum sorp­hirðubíla um göt­ur bæj­ar­fé­lags­ins.

Niðurstaða verk­efn­is­ins mun nýt­ast SORPU og sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu til að meta mis­mun­andi söfn­un­araðferðir út frá ár­angri í end­ur­vinnslu og kostnaði. Það auðveld­ar ákv­arðana­töku um framtíðarlausn­ir á söfn­un plastefna á höfuðborg­ar­svæðinu.  

mbl.is