Elsti kisi heims dauður

Scooter varð 30 ára, sem nemur 136 mannsárum.
Scooter varð 30 ára, sem nemur 136 mannsárum. Ljósmynd/Af Facebook síðu Guinnes World Record

Elsti kött­ur heims er dauður, þrítug­ur að aldri. BBC grein­ir frá þessu. Heims­meta­bók Guinn­es út­nefndi Scooter ný­verið sem elsta kött ver­ald­ar. Eig­andi hans, Texasbú­inn Gail Floyd, seg­ir Scooter hafa drep­ist stuttu áður en Guinn­ess staðfesti að hann hefði verið sá elsti sem vitað var um.

Á vef breska rík­is­út­varps­ins er haft eft­ir dýra­lækni að í manns­ár­um talið hefði Scooter verið um það bil 136 ára.

Scooter upp­lifði margt á sinni löngu ævi og þakk­ar Floyd lang­lífi hans því að hann hafi verið iðinn við að hreyfa sig og ferðast, en hann á að hafa heim­sótt 45 af fimm­tíu ríkj­um Banda­ríkj­anna á meðan hann lifði.

Scooter er þó ekki elsti kött­ur allra tíma sam­kvæmt heims­meta­bók­inni. Elsti kött­ur sem vitað er um var einnig frá Texas og varð hann 38 ára, eða 172 ára í manns­ár­um. 

mbl.is