Fannst heill á húfi eftir fimm ár

Wright-fjölskyldan með Eddie.
Wright-fjölskyldan með Eddie. Skjáskot/Guardian

Eddie, hund­ur af teg­und­inni yorks­hire terrier, skilaði sér ný­lega heim eft­ir að hafa verið saknað í fimm ár. Sandra Wright, eig­andi Eddie, hélt að hún myndi aldrei sjá hann aft­ur en hann hvarf frá heim­ili mág­konu henn­ar í Fallowfield í Machester í Bretlandi.  

Fjöl­skyld­an, sem býr í Redd­ish í Stockport, gerði sitt besta til að hafa uppi á hund­in­um. Þau gengu um göt­ur bæj­ar­ins ásamt hjálp­söm­um ná­grönn­um, settu upp pla­köt til að vekja at­hygli á horfna hund­in­um, til­kynntu hvarfið til lög­reglu og buðu jafn­vel fund­ar­laun.

„Hann hvarf ein­fald­lega. Eft­ir því sem vik­urn­ar liðu viss­um við að lík­urn­ar á því að finna hann  urðu sí­fellt minni. Það var hræðilegt,“ sagði Wright í sam­tali við fjöl­miðla en Guar­di­an fjall­ar um málið.

Je­antte John­son, sem einnig býr í Redd­ish, tók Eddie að sér eft­ir að ná­granni henn­ar átti erfitt með að sjá um hann. Hún fór með hund­inn á dýra­spítala í eft­ir­lit og þá kom í ljós að búið var að ör­merkja Eddie. Skömmu síðar fékk Wright-fjöl­skyld­an sím­tal þar sem þeim var greint frá því að hund­ur­inn væri heill á húfi.

mbl.is