Verð hlutabréfa í Kauphöll Íslands lækkaði í fyrstu viðskiptum í morgun eftir að frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna, svokallaðra aflandskróna, var samþykkt í gærkvöldi. Hafa bréf í öllum þeim 10 félögum sem átt hefur verið í viðskiptum með lækkað.
Mest hafa bréf í Icelandair lækkað, en þau hafa farið niður um 3,23% meðan önnur bréf hafa lækkað um tæplega 0,9% upp í 1,7%. Samtals hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 2,01% það sem af er degi.