Vaxandi andstaða við refsiaðgerðir

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands.
Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands. AFP

Evr­ópu­sam­bandið stend­ur frammi fyr­ir erfiðum viðræðum um fram­leng­ingu á refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna vax­andi and­stöðu við þær á meðal ríkja sam­bands­ins. Þetta viður­kenndu þýsk stjórn­völd í dag sam­kvæmt frétt AFP.

Haft er eft­ir Frank-Walter Stein­meier, ut­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands, að þýsk­ir ráðamenn væru meðvitaðir um að andstaðan við refsiaðgerðirn­ar hefði auk­ist inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. „Það verður erfiðara en á síðasta ári að finna sam­eig­in­leg­an flöt á mál­inu. Hver verður staðan í lok mánaðar­ins þegar ákvörðun hef­ur verið tek­in um refsiaðgerðirn­ar? Ég veit það ekki.“

Federica Mog­her­ini, utan­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði í síðustu viku að hún reiknaði með því að refsiaðgerðirn­ar yrðu fram­lengd­ar. Stein­meier nefndi ekki ákveðin ríki sam­bands­ins til sög­unn­ar en efa­semd­ir hafa verið einna mest­ar hjá stjórn­völd­um á Ítal­íu og í Ung­verjalandi.

mbl.is