Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis reiknar með að þingsályktunartillaga nefndarinnar um að hefja rannsókn á þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers í kaupum á stórum hlut í Búnaðarbanka Íslands á árinu 2003 verði tekin til umræðu í þinginu fljótlega í næstu viku og afgreidd.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að tillagan var samin í nefndinni vegna ábendinga Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, og samþykkt samhljóða af nefndarmönnum.